Húnavaka - 01.05.1968, Page 71
HUNAVAKA
69
5. okt. 1859 Undornfell, fluttist þangað vorið 1860 og liélt til ævi-
loka 1872. — Klerkur góður og valmenni. — Kona 1: Ragnheiður
Jónsdóttir prests í Miklabæ.
Hjörleifur Einarsson, 1859—1869. Fékk Blöndudalshóla 24. nóv.
1859, vígðist 20. maí 1860. Fluttist til Goðdala 1869. Var merkur
prestur. Kenndi ýmsum undir skóla. Lét mjög til sín taka kirkju-
og bindindismál. — Kona 1: Guðlaug Eyjólfsdóttir Gíslastöðum á
Völlum. Kona 2: Björg Einarsdóttir Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi.
Markus Gislason, 1869—1880. Veittir Blöndudalshólar 17. des.
1869, Fjallaþing 25. okt. 1880, en fór þangað ekki, en tók Stafafell
24. maí 1881 og hélt það til æviloka 1890. — Kona hans var Metta
Einarsdóttir prests í Stafholti.
Eins og að framan var getið, varð séra Markús síðasti prestur
Blöndudalshólaprestakalls.
Lokaorð.
Hér með lýk ég þessari litlu grein. Að sjálfsögðu hefði verið hægt
að hafa hana allmiklu ýtarlegri, t. d. mátti margt meira segja um
einstaka presta. En ég kaus aðeins stutt yfirlit. Það er Jrá alltaf opin
leið til þess að bæta um og bæta við. Ég vildi aðallega stuðla að því,
að litið yrði til liðinna alda eftir efni í greinar handa HÚNAVÖKU,
ekki aðeins langar ritgerðir, þó að þær séu auðvitað dýrmætar.
Aðalheimildir mínar hafa verið þessar: Prestaæfir Sighvats Gríms-
sonar Borgfirðings, íslenzkar æviskrár Páls Eggerts Ólasonar, Sýslu-
og sóknarlýsingar Hins íslenzka bókmenntafélags og Kandídatatal
próf. Björns Magnússonar.