Húnavaka - 01.05.1968, Page 75
PÉTUR H. BJÖRNSSON:
Hættulegur Ieikur
„Hvert ert þú að fara, Gísli. Má ég koma líka,“ sagði ég, þegar ég
sá að vinnumaðurinn heima labbaði af stað upp túnið með eitt-
livert prik í hendinni. Gísli var nýkominn á heimilið og þótti mér
nýbreytni í því að vera með honum, enda var hann skrafhreifur og
oft gaman að honum. „Mér er sama þó þú komir,“ anzaði Gísli, „en
þú verður að fylgja mér eftir. Ég ætla hér eitthvað uppeftir og vita
hvort ég sé ekki eitthvað af rjúpu, og reyna að ná nokkrum að
gamni mínu. En þú verður að passa að ganga alltaf á eftir mér,
svo að þú styggir ekki rjúpurnar." Ég lofaði því og síðan héldurn
við af stað. Gísli stikaði á undan, en ég trítlaði á eftir og átti fullt
í fangi með að fylgja honum eftir, því að hann var stór og lang-
stígur. Mátti ég allt að því hlaupa til þess að verða ekki eftir. Ég
var aðeins 11 ára, þegar þetta gerðist og lítill eftir aldri. Það var
snjór á jörðu og hann var það harður að liann liélt manni uppi og
var því gott gangfæri.
Við héldum sem leið lá upp í Skarð, sem kallað er, en dalur þessi
er þröngur og liggur hátt. Gísli sagði að það væri helzt rjúpna von
þar efra, enda reyndist það. Þegar við komum upp á brúnina sá-
um við stóran rjúpnahóp þar skammt frá og voru þær í óðaönn
að tína eitthvað upp úr mosanum með nefinu og sýndust þær ekk-
ert hræddar, þó að við kæmum þarna, enda var logn og nokkurt
frost. Sagði Gísli að þá væru þær gæfastar. „Hvemig ætlar þú að ná
rjúpunum,“ sagði ég, „þær fljúga áreiðanlega, ef við komum nær.
Þær geta allar flogið, ef þær vilja og þær vilja það áreiðanlega núna,
því að nú hafa þær engin egg að passa eins og þegar þær eru að
unga út á sumrin.“ Ég mundi eftir því að ég liafði náð rjúpu sum-
arið áður, en hún lá þá á eggjum og var svo gæf að ég gat klappað