Húnavaka - 01.05.1968, Page 78
76
HÚN AVAKA
Fólkið, sem flest var i baðstofunni, þegar sprengingin varð, varð
auðvitað dauðhrætt og þegar það komst út, sá það, að mig vantaði og
var þá Gísli sendur til að elta mig og náði mér eins og áður er sagt,
og draslaði mér einhvern veginn lieim. Eg var háttaður niður í rúm
og síðan sent eftir lækni, sem kom þó ekki sjálfur, en sendi áburð,
sem dró undarlega mikið úr sviðanum, svo að mér leið sæmilega eft-
ir atvikum. Oft kom Gísli að rúminu til mín og spurði hvernig mér
liði, ég sagði honum að mér liði ágætlega. Ég sá aftur á rnóti að hon-
um leið illa yfir Jrví, hvernig þetta liafði til tekizt, og sagði hann mér
seinna hvernig á Jjessu stóð, hvers vegna það varð svo mikil spreng-
ing. Um leið og hann kveikti í púðurkornunum á koffortshorninu
hafði líka kviknað í hálfum bauk af púðri eða með öðrum orðum
hálfu pundi, sem var niður í lokinu á koffortinu og um leið, sprakk
öll innrétting úr Jrví og skullu fjalirnar á baðstofuloftinu með mikl-
um gný, eins og áður er sagt. Var það mikil rnildi að enginn skyldi
verða fyrir þeim. „Ég var heppinn," bætti Gísli við. „Heppinn með
hvað?“ át ég eftir honum. Ég sá ekkert heppilegt við Jretta. „Jú, ég
var heppinn," sagði hann aftur, „heppinn að það skyldi ekki líka
kvikna í því, sem var niður í koffortinu. Þar voru tveir baukar af
púðri, pund í hvorum. Líklega hefði þá kviknað í bænum.“ Ég sam-
sinnti þessu og hugsaði sem svo að minnsta kosti hefði mig ekkert
langað eftir því framan í mig líka.
„Heyrðu,“ sagði ég við Gísla er við höfðum Jjagað um stund. „Á
ég að segja þér hvernig stóð á því að þetta fór svona fyrir þér. Það
var af því, að Jrú fórst svo illa með rjúpurnar um daginn. Þú átt
aldrei að gera Jrað aftur.“ „Ætli það sé nú af Jrví,“ anzaði Gísli og
var daufur í dálkinn, svo féll þetta tal niður.
Ég liresstist fljótt og einn góðan veðurdag datt mér í hug að líta
í spegil. Gat ég þá ekki stillt mig um að hlæja. Allt hár var sviðið
framan úr mér, bæði augna- og augnabrúnahár og af miklum parti
af kollinum á mér líka og við þetta bættist að allt skinn framan í
mér bafði brunnið, að minnsta kosti yzta húðin og hékk nú í drusl-
um, því að það losnaði af er nýtt skinn myndaðist undir. Það var
sannarlega hlægileg sjón er rnætti mér í speglinum.
Eftir hálfan mánuð eða þar um bil var ég orðinn svo að segja jafn
góður. Við Gísli urðum beztu vinir og var ég miklu ánægðari við
hann eftir en áður og var það fyrir það, að ég sá hann aldrei skjóta
rjúpur upp frá þessu, á meðan ég þekkti hann.