Húnavaka - 01.05.1968, Side 80
78
HÚNAVAKA
Eitt sinn á sumri, er ég hafði rekið kýrnar á bása sína í fjósinu,
fór ég að binda þær. Sumar kýrnar voru með keðjubönd og þau réði
ég við, þótt mér fyndust nokkuð þung, en klafaböndunum gekk mér
mikið verr við að koma um háls kúnna, ekki sízt ef þær hristu höf-
uðið á meðan. Nú gekk mér illa að koma klafabandi á eina kúna
og kvartaði yfir við Björn. Þar sem hann gat alls ekki veitt mér neina
lijálp, þótt hann hefði viljað, talaði hann til mín eggjunarorðum:
„Ég er alveg hissa á að þú Lalli minn, sem ert á ellefta árinu, skulir
ekki geta bundið kúna.“
Dag nokkurn bar að garði í Vindhæli, hreppstjóra og oddvita
Vindhælishrepps, Árna Jónsson, bónda á Þverá í Hallárdal. Hann
var tilkomumikill maður og valdsmannslegur og reið á stórum jarp-
skjóttum hesti. Honum var boðið til baðstofu, þar sem hann greindi
foreldrum mínum frá erindi sínu, sem var að hreppsnefnd Vind-
hælishrepps hefði ákveðið á fundi að Björn skyldi fluttur á Laugar-
nesspítala, sem holdsveikur sjúklingur. Þar væri hægt að fá pláss
fyrir hann. Foreldrar mínir sögðu að hvergi væri ,,sprot“ né sprunga
á hans kropp, því væri ekki um neina holdsveiki að ræða, þótt hann
vegna kals, hefði misst framan af fingrum, sem væri að fullu gróið.
Svo fór Árni ásamt foreldrum mínum út í fjós, þar sem hann til-
kynnti Birni þessa ákvörðun. Þá fór Björn að gráta, reis snöggt upp
í rúmi sínu, blindur og vesæll, og sagði ákveðið: ,,Ég fer ekki óbund-
inn héðan, frá Soffíu og Guðmundi, nema að þau vilji að ég fari.“
Svo fór Árni á Þverá, sem mun hafa verið þá valdamestur í Vind-
hælishreppi. Það skal hér fram tekið, að störf hreppsnefndar voru
bæði erfið og óvinsæl, ekki sízt á þeirn árum, þar sem alrnenn fátækt
var í hreppnum og þurfafólk margt. Hefir þá, án efa, þurft mikla
starfshæfni, til að stjórna hreppsmálum með hagsýni, réttsýni og
drengskap.
Um kvöldið sögðu foreldrar mínir: „Árna féll þetta illa, en hann
gerði aðeins skyldu sína.“ Strax þegar Árni var riðinn úr hlaði á
Vindhæli, gekk móðir mín út í fjós, — ég hugsa mér — til þess að
tala hughreystingarorðum til Björns.
Síðan leið þessi dagur að kveldi og gengið til svefns á venjulegum
tíma. Ég mun hafa verið fljótur að sofna á kvöldin, jafnvel þótt
óvæntir atburðir hefðu átt sér stað um daginn, en nú lagði ég eyrun
að samtali foreldra minna. Þau töluðu um viðburð dagsins og hvern-
ig snúast skyldi við. Þau hafa eflaust fundið að mál þetta mundi fá