Húnavaka - 01.05.1968, Page 82
80
HÚNAVAKA
Þegar pabbi hafði lokið skepnuhirðingu og klukkan var orðin 6 á
aðfangadagskvöld og allir höfðu haft fataskipti, las hann húslestur-
inn og var sunginn sálmur á undan og eftir, ef einhverjir voru, sem
gátu sungið. Hann las í húslestrarbók Helga Thordersen, biskups,
eða Péturs Péturssonar, biskups. Eg las oft fyrir ömmu mína og var
ekki orðinn full læs, er ég las fyrst fyrir liana, og alltaf í lestrarbók
Mynsters Sjálandsbiskups og oftast vissan kafla í bókinni, sem liét
„Höndlaðu hið eilífa lífið“. Þegar ég fór að vitkast og þroskast, fann
ég og sá að hugur fylgdi máli. Ég held að fólk þá, einkum fullorðna
fólkið, liafi verið trúhneigðara en nú, og einkum mæður, sem þá
lögðu alúð við að kenna börnum sínum Faðirvorið og aðrar bænir og
lásu með þeim á kvöldin. — Eftir að húslestur hafði verið lesinn á
aðfangadagskviild jóla var hátíðamatur fram borinn. Jólin — þau
voru haldin, ekki sérstaklega til að njóta góðs matar eða skemmtana,
heldur fyrst og fremst í trúarlegum tilgangi. Meðan pabbi las jóla-
lesturinn, fékk ég mér sæti á ,,skemli“ ömmu minnar og átti að
veita jólalestrinum eftirtekt, en ég held að mér hafi komið þetta fyr-
ir sjónir sem þvingun, því að ég mátti ekkert hafast að eða leika mér
á meðan lesið var. Að lestri loknum voru allir hljóðir 2—3 mínútur
— bænastund. — Síðan var lesið Faðir vor og blessunarorðin. Ég fékk
einn pakka af marglitum kertum. í baðstofunni var stór spegill, er
stóð á borði. Ég raðaði kertunum á borðið fyrir frarnan spegilinn og
var svo innilega glaður, ljósin urðu helmingi fleiri, því að þau spegl-
uðust.
Það var 14 línu olíulampi í baðstofunni. Á honurn var látið lifa
alla jólanóttina og mér virtist ljósið stærra og bera betri birtu en
venjulega á kvöldin. Ekki man ég eftir jólabögglum, en allir fengu
eitthvað í jólagjöf, venjulega flík eða til fata. Mamnra bakaði fyrir
jólin ýmiskonar jólabrauð, sem átti einnig að vera til nýjársins. Ég
minnist að mér var einkum kærkomin vínarterta, sem aldrei sást,
nema á jólum og nýjári. Ég sá aldrei sveskjur og rúsínur, nema á
stórhátíðum.
Ég gat þess áður, að Sigurlaug, amma mín, var blind. Þó var sagt
að öll tóvinna liennar væri mjög vel unnin og stæðist samanburð við
vinnu þeirra, er fulla sjón hefðu. — Karl Berndsen, kaupmaður á
Hólanesi, keypti oft af henni fingravettlinga — kostaði 1 kr. parið —
venjulega handa útlendingum, er fluttu vörur til Skagastrandar.
Voru vettlingarnir eftirsóttir.