Húnavaka - 01.05.1968, Side 83
HÚNAVAKA
81
Hún gekk um bæinn á Vindhæli sem sjáandi væri. Eitt sinn var
kominn, til foreldra minna, næturgestur, með honum var svartstrút-
óttur hundur, sem lá á miðju gólfi. Amma mín sat á rúmi sínu og
prjónaði, stóð upp og ætlaði fram. Hún hugðist ganga hiklaust, svo
sem venjulega, yfir gólfið til dyra, en hundurinn lá á gangvegi henn-
ar. Gesturinn var langt að kominn og þekkti ömmu ekkert, vissi því
ekki að hún var blind, en hann var athugull og grunaði að svo væri.
Greip hann um handlegg hennar, er hann sá hana stefna á hundinn
og forðaði henni frá falli.
Hún gerði sér mjög annt um mig. Eg var lengi ekki laus við myrk-
fælni, svo sem algengt var hjá börnum og jafnvel unglingum. Munu
þar hafa valdið að nokkru, að mér bárust í hendur þjóðsögur. Því
sagði annna mín eitt sinn: „Þú þarft ekki að vera hræddur, Lalli
minn, þegar ég dey. Ég fer strax til Guðs.“
Égset hér eitt dæmi um myrkfælni mína, en þá hefi ég verið mjög
ungur. Ég var að leika mér að sauðarleggjum, er litaðir voru á ýms-
an hátt. Hurð fram úr baðstofu féll ei að dyrastöfum og sást fram
fyrir. Það var kvöld að hausti og skuggsýnt. Þá ályktaði ég að ég sæi
draug þarna frammi. Þá var hurðin opnuð og þetta reyndist vera
spunarokkur ömmu minnar, en á hann var hengdur jakki.
Ég reyndi að veiða silung í Hallá, sem er skammt fyrir sunnan
Vindhæli. Stóð ég Jrá á brúnni, yfir ánni, færiðvar úr seglgarni, beygð-
ur títuprjónn á enda færisins sem öngull og lítill steinn bundinn við
færið sem „sakka“ og beitti ánamöðkum. Silungana sá ég vel í brúar-
hylnum og kæmi silungur á, kippti ég honum upp úr ánni í brekk-
unni að sunnanverðu. Samstundis losnaði hann af títuprjónsöngl-
inum, því að agnhaldið vantaði. Ég hljóp niður af brúnni í skyndi,
til að ná silungnum, en oftast nær varð hann fljótari að forða sér
aftur í ána. Þó kom það fyrir að ég náði silungi. Þótti ég þá mikill
maður, hljóp með hann heim til ömmu minnar og var ánægður,
þegar hún hafði þreifað á silungnum.
Ég minnist, er hún lá banaleguna. Hún þjáðist öðru hverju og
það mun í sambandi við sjúkdóm hennar að ég þá fyrst heyrði nefnt
krabbamein. Eitt sinn heyrði ég á samtal móður minnar og hennar.
Móðir mín segir: „Það er leiðinlegt að geta ekki linað þjáningar
þínar.“ Þá svarar amma mín: „Þetta er ekkert. Ég sem er að byrja
himnaförina mfna.“
Hún dó síðla sumars 1912 á 79. aldursári,
6