Húnavaka - 01.05.1968, Side 86
84
HÍJNAVAKA
sem voru tveir. Þriðji bíllinn átti að bætast við á Blönduósi, vegna
fjölgunar á farþegum.
Þegar fólk og farangur var komið í bílana, átti að halda af stað.
Nýi bíllinn neitaði þá að fara í gang, en eftir fjórar ferðir milli póst-
húss og veitingahúss, aftan í öðrum bíl, fékkst liann loks í gang. Nú,
laust eftir miðnætti, var ekið af stað. Veður var stillt og frost tölu-
vert. Ekki vorum við komin út úr kauptúninu, þegar bíllinn okkar
vill hvíla sig. Með því að mjakast örfáa metra í senn og stanza á
milli, hafðist hann upp á sýslumannsbrekkuna, á þremur klukku-
tímum. Þá fóru farþegarnir að ókyrrast og tínast út, labba um og
berja sér, spyrja bílstjórann um bilunina og hvað þetta rnundi drag-
ast lengi, leggja honum góð ráð, sumir hverjir, o. s. frv. Að fengn-
um upplýsingum lijá bílstjóranum var farið aftur niður á veitinga-
hús. Unt kl. 4 um nóttina voru allir komnir þangað. Nú var ákveðið
að Zophónías færi með suður og tæki farþegana úr bilaða bílnum.
Aftur var haldið af stað um kl. 5 og gekk ferðin nú frekar greiðlega.
Eftir tíu tíma ferðalag var komið til Borgarness. Þar var sama og
engin viðstaða. Laxfoss hafði beðið eftir okkur. Farþegar flýttu sér
um borð og þóttust nú allir vera sama og komnir í borgina. Ég
heyrði þó einn segja, til þess að ganga frant af ferðlúnu fólki, að við
mundum eiga eftir eins mikið af ferðinni og búið væri. Töluvert
bar á því að fólk væri sjóveikt, því að flestir voru illa fyrir kallaðir,
svefnlausir og þreyttir og eins var dálítið vont í sjóinn. Þegar eftir
voru um 10 mínútur af sjóferðinni, fóru farþegar að smátínast upp
á þilfar, til að vera nógu fljótir að ná í dótið sitt og hlaupa í land
og eins til að heilsa Reykjavík, því að alltaf er tilkomumikið að koma
þangað í myrkri og sjá ljóshafið. Ég var dálítið önnunr kafinn við
að skila aftur nrat og kaffi, senr ég hafði borðað og drukkið á leið-
inni og borgað fullu verði, að mér fannst, en varð þó að láta það
þarna fyrir hreint ekki neitt, þó að ég þættist eiga það og léti alls
ekki með fúsum vilja. Snögglega truflast ég við það, er skipið stöðv-
ast með töluverðu braki og brestunr. Þessi lrristingur, ásamt því að
einn skipverji segir að skipið sé strandað og fer að senda neyðarmerki
í mesta ofboði, verður til þess að sjóveikin hverfur og held ég því,
sem eftir var að máltíðinni og kaffinu og er það eitt af því fáa, sem
ég hagnaðist á þessu skipstrandi.
Nú fer fyrst að komast hreyfing á mannskapinn, en fram að þessu
voru allir frekar þegjandalegir og daufir. Allir voru látnir setja á sig