Húnavaka - 01.05.1968, Page 88
86
HÚNAVAKA
hann til morgnns og þá yrði hann tekinn um leið og dckið yrði sótt,
en það átti að gerast daginn eftir. Þetta var bara hvorugt gert —
ekkert reynt til að ná dótinu daginn eftir — og rneira að segja var
mönnum, sem vildu reyna að ná sínu, bannað að fara, þó að þeir
væru í fylgd með öðrum, sem gátu fylgzt með að ekki væri tekið
nema rétt. Kötturinn fannst ekki á skipinu, þegar átti að taka hann
og hefir sennilega farizt.
Um klukkan 1 um nóttina voru allir komnir upp á hafnargarð í
höfuðborginni eftir 20 tíma ferð frá því að lagt var upp frá Blöndu-
ósi — 10 tíma á landi og 10 tíma á sjó — og þar að auki 6 tíma þvæl-
ingur á Blönduósi um nóttina, sem lagt var upp.
Eins og flestir vita brotnaði lestin upp eftir tvo eða þrjá daga og
töskur og „trúss“ flutu upp, sumt kom aldrei, annað rak víðs vegar.
Mín taska var komin heim á leið aftur og náðist á Akranesi eftir 5
eða 6 daga. Skilaði hún öllu dóti lítið eða ekkert skemmdu, að und-
antekinni myndavél, sem ég var með og henti ég henni í sjóinn aftur.
Vil ég svo enda þetta ferðasögubrot og biðja þá, sem það lesa, að
virða til betri vegar.
Tekið úr félags'blaði ungmennafélags Bólstaðarhlíðarhrepps. Birtist þar fyrir
löngu.
LÁRUS G. GUÐMUNDSSON:
Staka
Mikið getur mannlegt vit
merki sjást þess víða.
Þó um megn, með líf og lit
lítið blóm að smíða.