Húnavaka - 01.05.1968, Page 93
HALLDÓR JÓNSSON:
Ljóá
Vart mun leika á tveimur tungum, að íslendingar ltafa sérstöðu á
einu sviði bókmennta, þ. e. ljóðagerð. Mér vitanlega hefir engin
þjóð önnur byggt ljóðform sitt upp á sama hátt, með stuðlum og
höfuðstöfum. Hefir svo farið fram allt frá tímum dróttkvæðanna og
eigi skipt máli hver bragarhátturinn liefir verið, en að sjálfsögðu
hafa nýir bragarhættir rutt sér til rúms, eftir erlendri fyrirmynd og
því fleiri, sem lengra leið. Má það telja eðlilega þróun og gróða fyr-
ir íslenzka braglist, enda lutu hin nýju form innlendum bragregl-
um.
Nokkuð taka ljóð að gerast lausrímaðri, er líða tekur fram á þessa
öld og nú, er tveir þriðjungar hennar eru liðnir, er svo komið að út
eru gefnar bækur og kallaðar „ljóðabækur“ þó þar sé um ekkert rím
að ræða, engar reglulegar hendingar, engir stuðlar eða höfuðstafir,
ekkert endarím og enginn hrynjandi, sem sagt óbundið mál (prosa),
misvel gert að efni og orðfæri, svo sem jafnan verður, en ljóð skulu
það heita. Minnir þetta á skáldið á Bægisá sem kvað:
HALLDÓR JÓNSSON er fæddur 8. nóv. 1904 í Brekku í Þingi. Hann er
sonur hjónanna Jóns Jóhannssonar og Þórkötlu Guðmundsdóttur. Síðan
1947 hefur Halldór búið á Leysingjastöðum í Þingi. Hann hefur gegnt
miklum fjölda trúnaðarstarfa. Má m. a. nefna að hann var fyrsti formaður
Ungmennasambands A.-Húnvetninga eftir að sambandið var endurreist
1938. Ennfremur hefur hann setið lengi í hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps,
er formaður Búnaðarfélags Sveinsstaðahrepps, á sæti í stjórn Kaupfélags
Húnvetninga, Veiðifélags Vatnsdalsár og er formaður kjördæmisráðs Sjálf-
stæðismanna í Norðurlandskjördæmi vestra. Halldór hefur ritað margt
bæði í bundnu og óbundnu máli og er ritstjóri Norðanfara. — Kona hans
er Oktavía Jónasdóttir og eiga þau einn son, Jónas, sem hefur reist nýbýli
á Leysingjastöðum.