Húnavaka - 01.05.1968, Qupperneq 94
92
HÚNAVAKA
Vakri Skjóni liann skal heita
honum mun ég nafnið veita
þó að meri það sé brún.
Engin deila getur um það staðið að skáld og rithöfundar eigi sér
skilyrðislausan rétt til að velja það tjáningarform, sem þeir telja sér
bezt henta og þeir óska að nota, hverju sinni, en þeim ber jafnframt
skylda til að nefna þau réttum nöfnum. Að kalla framleiðslu þá er
að ofan getur ljóð, jaðrar við fölsun. Ljóð er rímbundið mál og ís-
lenzkt ljóðform liefir auk ákveðinnar hendingaskipunar og enda-
ríms, liöfuðstafasetningu og stuðla, og hrynjandi, sem oft næst með
miðrími eða innrími.
Skylt er að viðurkenna að sumt af þessum umrædda og órímaða
skáldskap er prýðilega saminn, bæði að efni og orðfæri og því vel
þess virði að lesið sé og rætt, þótt ekki standi á sporði ljóðum þjóð-
skálda vorra, en þótt sprenglærðir prófessorar komi í útvarpið til
að lesa hann upp og sannfæra menn, verður hann vart ljóð að lield-
ur, þó að vel sé lesið.
Ég vil þá stuttlega gera grein fyrir, hvers vegna ég met ljóðin meira
en rímleysuna.
Óhjákvæmilegt er, að bragreglurnar skapa tjáningunni þrengri
skorður. Ljóðskáldið verður að leggja sig allan fram, svo að form og
efni falli saman, það skapar íþrótt af æfingu og ótalin munu þau
orð íslenzkrar tungu, sem myndast liafa við ljóðagerð, eða hvað skyldu
þeir Matthías og Einar Ben. hafa unnið sér mikinn orðaforða við að
þýða í bundið mál, Byron (Manfred o. fl.) og Ibsen (Pétur Gaut) og
hvað skyldi Magnús Ásgeirsson hafa þroskað málfar sitt mikið við
þýðingar sínar eftir þau mörgu skáld, sem hann þýddi kvæði eftir?
Ætli það þætti ekki sjónarsviptir, ef verkum þeim, sem nefnd liafa
verið hefði verið snúið í rímleysu? Og svo mætti óendanlega telja.
Öllum má það auðsætt vera, hve miklu vandaminna er að raða
saman orðum án aðhalds bragreglnanna og — því miður — býður
það skussunum tækifæri að ryðjast inn á ritvöllinn og það því frem-
ur sem gagnrýni menningarvita okkar er ekki tiltakanlega ströng.
Oftar telja þeir sér skyldara að lofa en lasta og má því til sönnunar
benda á gabb „Vikunnar". Þeir villtust verulega í þeirri ,,þoku“ og
vafasamt hvort þeir hafa náð fyllilega réttum áttum enn.
Hvernig gengur svo að læra rímleysuna? Enn þá hef ég engan