Húnavaka - 01.05.1968, Page 99
SR. PÉTUR Þ. INGJALDSSON:
Merkilegur annáll
Margur maður í landi voru, sem er
fróðleiksfús, hefur innt af hendi með
ritstarfi merkileg verk, er bjargað hafa
ýmsu frá glötun. Þykir mörgum slíkt
fýsilegt til aflestrar er frá líður, eigi
sízt þeim er hlut eiga að máli. — Guð-
mundur Kr. Guðnason, póstur í Höfða-
kaupstað er einn í tölu slíkra. Hann er
Húnvetningur, frá Hvammi á Laxár-
dal, bróðir Rósbergs G. Snædal, rit-
höfundar á Akureyri.
Guðmundur Kr. Guðnason er mað-
ur söngvinn, kirkjurækinn, og hefur
um áratugi sungið í sóknarkirkjum
sínum. Hann hefur í 28 ár, þ. e. frá
1940 haldið skrá yfir allar útvarpsmess-
ur, og búið sér til sérstakt form um
þær, er kalla mætti annál um útvarpsmessur. Er þá fyrst rakið til-
efni til messugerðar, ef þar er um að ræða fram yfir venjulegt guðs-
þjónustuhald, svo sem kirkjuvígslur, biskupsvígslur, prestsvígslur,
setning Synodus, kirkjufunda, alþingis, messustaður, hvaða prestur
sté í stólinn, hver var texti til útleggingar, hver var pistill og guð-
spjall, hver þjónaði fyrir altari, hver var organisti og hvaða sálmar
voru sungnir. Er þetta merkileg upprifjun fyrir prestastéttina og um
kristnihald í landi voru. Þá má sjá hvaða sálmar og sálmalög voru
í mestu afhaldi, meðal kirkjunnar manna og organista þeirra. Sýnir
allt þetta mikla elju höfundar þessa annáls, sem hefur vakað yfir
Guðmundur Kr. Guðnason.
7