Húnavaka - 01.05.1968, Page 102
GUÐMUNDUR KR. GUÐNASON:
Pegar ég fór í kirkju
í ryrsta sinn
Það var meir en lítill viðburður í lífi okkar bræðranna, þegar það
var ákveðið að við skyldum öll fara til kirkju á 2. hvítasunnudag
árið 1927, og var ég þá nýlega orðinn fjögurra ára. Elzti bróðir
minn var þá tæpra 13 ára og átti hann að fermast næsta vor á eftir.
Nú var ntikil tilhlökkun og bollaleggingar í kotinu hjá æskunni,
en ekki er mér grunlaust um að móðir mín hafi verið nokkuð þungt
hugsandi yfir ferðalagi þessu, og mun það liafa valdið henni mest-
um áhyggjum að við ættum ekki sæmileg föt til þess að koma í á
mannamót.
Leiðin var löng, fullkomin tveggja klukkustunda ferð frá Kára-
lilíð á Laxárdal ofan að Holtastöðum í Langadal, en þangað áttum
við kirkjusókn þá.
Klukkan 10 árdegis lögðum við af stað. Eldurinn var falinn, kisa
var lokuð inni, svo að hún skyldi ekki fara í burtu á meðan, en
hundurinn mátti náttúrlega til að fara með okkur, af því að liann
var svo fljótur að hlaupa. Við vorum öll gangandi, aðeins einn kerru-
klár höfðum við með og átti að reiða mig á honum, þegar ég væri
orðinn þreyttur að ganga, en ég vildi endilega ganga eins og hinir
bræðurnir. Áfram sóttist ferðin þótt hægt gengi, og fyrr en varði
vorum við komin á leiðarenda.
Margt bar fyrir augu, sem ég hafði ekki áður séð, og er ég kom
heim á túnið á Holtastöðum, sá ég tvö stór hús og hafði ég aldrei
séð svo stór hús áður. Þá sagði ég við mömmu: „Eru tvær kirkjur
á Holtastöðum?“ En hún svaraði: „Nei góði minn, annað þeirra er
íbúðarhúsið, en hvort heldurðu að sé kirkjan?“ Ég hugsaði mig svo-