Húnavaka - 01.05.1968, Síða 103
HÚNAVAKA
101
lítið um áður en ég svaraði: „Það lilýtur að vera kirkjan, sem er
með þessum háu prikum upp úr öðrum endanum. Ég liefi séð það
í myndabókum hjá bræðrum mínum og þeir liafa sagt mér að það
væri kirkja.“
„Það er rétt hjá þér,“ sagði mamma, „en nú skulum við flýta
okkur, því að það er verið að byrja að samhringja." „Samhringja,
hvað er það,“ sagði ég, „og því er þessi hávaði í kirkjunni. Þú sagðir
að allir ættu að þegja á meðan presturinn væri að messa.“ — „Já,
ég sagði þér það,“ sagði mannna. „Nú eru kirkjuklukkurnar að kalla
fólkið til messunnar og svo verður allt hljótt.“
„Lætur presturinn þær kalla á fólkið,“ sagði ég. „Nei, það gerir
hann Páll gamli, hringjarinn," sagði mannna. Við löguðum okkur
til í snatri, gengum svo að kirkjudyrunum og opnuðum og geng-
um inn. Kirkjan var full af fólki. Nú fyrst byrjaði hrifning mín
fyrir alvöru, og var það þrennt, sem mér er í fersku minni frá þeirri
stundu. Hið fyrsta var að sjá prestinn. Ég hafði áður séð hann er
liann kom í húsvitjun, og virtist mér hann þá vera eins og aðrir
menn að klæðaburði, en nú var hann í svörtum síðum kjól með
svo undurfagran hvítan kraga um hálsinn. — Annað var það, að
öðru megin í kirkjunni sá ég roskna konu sitja við stórt borð, að
því er mér virtist, og studdi hún fingrunum af og til á hvítar og
svartar randir á borðinu, en um leið fylltist kirkjan unaðslegum
óm, sem kom frá þessu undraborði. Ég varð svo frá mér numinn af
hrifningu og undrun, að mér fannst ég ekki geta hreyft mig um
stund, en svo skipaðist fólk umhverfis hana og fór að syngja og
vissi ég þá strax að þetta var orgel, sem konan sat við. — Fagur þótti
mér söngur fólksins, en þó töfruðu mig enn þá meir þeir tónar, sem
konan framleiddi úr þessu undraverða hljómborði, og einnig þótti
mér það harla einkennilegt, að ekki var söngurinn eins hjá öllum
er sungu, og virtist mér, sem mörg lög væru sungin í einu. Og loks
áræddi ég að spyrja mömmu. „Því syngur ekki allt fólkið lagið „Lof-
ið vorn drottinn?“ en það var fyrsti sálmurinn, sem sunginn var.
Ég hafði áður heyrt foreldra rnína syngja það heima. Mamma hvísl-
aði að mér, að fjögur lög væru við hvern sálm, þegar hann væri
sunginn með hljóðfæri og söngkraftar væru nógir, og skyldi ég
hvorki upp né niður í því. Sat ég svo og hlustaði með athygli á
þennan undraverða söng.
Enn færast undrin yfir mig, þegar ég sé að Páll gamli stendur