Húnavaka - 01.05.1968, Side 105
GUÐBERGUR STEFÁNSSON:
Gott hanutak
Ég var á Bergi í Höfðakaupstað hjá frænda mínum Hinriki Har-
aldssyni, og hafði þar fæði og húsnæði. Stundaði ég þar ýrnsa vinnu
sem til féll, meðal annars rjúpnaveiðar, og fór til fjalla, þegar fært
var. Það var talsvert af rjúpu þetta haust, og skaut ég mikið. Það
var komið fram í desember, er ég fór til rjúpna sem oftar, þá fékk
ég eitthvert hugboð eins og oft áður, að ég skyldi ekki vera lengur
og hélt heim eftir liádegi.
Eg skaut samt 40 rjúpur Jíennan dag, enda fór ég ávallt árla dags
til rjúpna. Þegar ég kom lieint, hafði komið maður og spurt eftir
mér, og skyldi ég hafa samband við hann, ef ég væri kominn fyrir
kl. 4. F.n ég var kominn heim kl. 3, og hafði þá samband við mann-
inn, er var F.rnst Berndsen.
Hann sagði, að það hefði verið símað til sín að reiðhestur Karls
Berndsen, föður hans, hefði fundizt ofan í lækjargjótu á Höskulds-
staðaflóa. Þar hafði Karl hross sín í hagagöngu hjá presti. Hestur
þessi var hinn mesti stólpagripur, með stærstu hestum, sem ég hafði
séð, og var jarpur að lit.
Ernst Berndsen fékk mig til að fara inn eftir að bjarga hestinum,
ásamt þeim Hinriki Haraldssyni á Bergi, og Guðmundi Jóhannes-
syni, Garði.
GUÐBERGUR STEFANSSON frá Kambakoti hefur jafnan verið í tölu
hinna hraustustu sveina Húnaþings. Hann er hneigður mjög til veiðiskap-
ar og stundaði um fjölda ára rjúpna- og refaveiðar. Hann er maður bók-
hneigður og hagmæltur. Undanfarin ár hefur hann búið í Rjúpnafelli í
Höfðakaupstað. — Sr. P. Þ. 1.