Húnavaka - 01.05.1968, Síða 106
104
HÚNAVAKA
Förum við nú allir fjórir í bílinn að Höskuldsstöðum. Ferðin
gekk vel og vorum við fljótir þó silar væru á veginum. Bíllinn nam
staðar nokkuð fyrir innan Ytra-Hól. Við gengum nú niður á fló-
ann. Ofarlega, nyrzt, á honum hafði Jarpur farið ofan í, og hafði
fundizt jrar kl. 9 um morguninn.
Þarna voru fyrir 6 karlmenn, er höfðu reynt að ná hestinum upp
úr, en eigi tekizt. Þeir höfðu sett bönd á liestinn, og höfðu reynt
á alla vegu að taka hestinn upp úr, en urðu frá að hverfa. Við fór-
um nú að skoða allar aðstæður. Þar sem Jarpur var niður kominn,
var gjóta eða jarðfall, um 2 fet á breidd í barminn, en víðara um
sig að neðan, og um mannhæð á dýpt. Allt var þarna gaddfrosið.
Hesturinn lá á hliðinni niðri í. Við vorum lengi að hugsa okkur
um hvað við skyldum gera. Eg sagði við yrðum að reyna að binda
kaðal í stertinn á hestinum.
Ég lagðist flatur á jörðina, og hélt Ástmar bílstjóri í fætur mína
á meðan ég náði í stertinn eða taglið á Jarp, og batt kaðalinn í hann.
Svo stóð ég upp, og tók með báðum höndum kaðalinn, og tók þá
hestinn á loft. Ég óskaði eigi að halda Jarpi lengi uppi á handafl-
inu einu saman, svo að ég tók það ráð að standa á börmum gjót-
unnar, og brá nú kaðlinum á herðar mér, og tókst mér þá að hefja
Jarp alveg upp, svo að hann var á lofti, upp undir brún. Þá gengu
Jreir að honum að framan, Hinrik og Guðmundur, og tóku í faxið
á Jarp, og þá rykktum við honum upp úr.
Hesturinn riðaði til og frá. Studdum við Jarp alla leið heinr að
Höskuldsstöðunr, jrví að lrann var stirður nrjög, og var settur inn í
fjós lrjá kúnum.
Séra Pétur var ekki heinra, en kom heim þá um kvöldið. Fór nú
lrver heinr til sín. Það nrátti segja, að þessi björgun hestsins tækist
vel. Þar sem hann var niðri í gjótu djúpri og þröngri, svo að um
lrálfur nretri lrefur verið niður á hann.
Karl Berndsen sendi inn eftir flösku af brennivíni til að lrressa
Jarp á.
Um kvöldið var okkur vel fagnað af Karli Berndsen, er veitti
okkur vel kaffi og brennivín.