Húnavaka - 01.05.1968, Page 107
Ur gömlum blöh
um
Péturs Péturssonar frá Bollastöbum
14. maí 1916, sunnudag í 4. viku sumars. í dag er norðaustan storm-
ur, ekki þó frost um miðjan daginn og dálítið klökknar. Næstliðna
tvo daga hefur verið gott veður og frostvægt á nóttunni, en Jaoka
á daginn og þess vegna tekið lítið upp eða minna en annars hefði
verið. Alltaf er Joó snjórinn ögn að síga Jaó hægt fari. Enn hefur
ekki komið þíður dagur í vor.
Hér á Bollastöðum er nú svo umhorfs að snjór liggur næstum á
öllu túninu og surns staðar svo þykkur að ég man aldrei þvílíkt.
Dálitlir auðir blettir eru samt á því. Slétt er enn á öll hús af fönn,
nema bæinn og fullt svo hátt sem veggirnir sums staðar, því að
mokað var af þökunum fyrir nokkru t. d. sér ekki á Brunnhúsið.
Ekki er enn þiðnað úr glugghúsinu á suður stafni baðstofunnar.
Jörð fyrir skepnur er lítilfjörleg, en þó ofurlítið dregið af und-
anfarna tíu daga. Ærnar farið illa að síðan.
Mikið er betra til jarðar vestanvert í dalnum og eins hér megin
eftir því, sem utar dregur. Mikið autt í Tunguplássi. í gær var
ekið fram Svartá frá Botnastöðum að Bergsstöðum. Hlíðarmór er
alhvítur, sér hvergi til jarðar.
25. maí, fimmtudag í 6. viku sumars. Nú er ágætt veður og hef-
ur verið þítt dag og nótt næstliðna viku, enda mikið tekið upp.
Vatnsaginn er ógurlegur, þó er mikill snjór á túninu enn, hingað
og þangað. Sér hvergi í Litlubrekku slakkann nema upp við jaðar-
inn (garðinn). Bólar aðeins á hliðstaura. Samfastur skafl frá bað-
stofustafni suður yfir hólinn og suður fyrir læk. Skaflinn liggur að
Brunnhúsinu að austan jafnhátt vegguum. Snjór er enn dálítill
sunnan og norðan undir hlaðvarpanum. Byrjað í gær að mala á
túninu. Ekki hægt að slóðadraga slétturnar því alltaf sigtar á þær