Húnavaka - 01.05.1968, Page 109
Ornefnaþáttur
Mánahaugur.
Illviðrahnjúkur í Laxárdalsfjöllum er eitt Iiæsta fjall í Húnavatns-
sýslu. A Iiákolli lians er grjótþúst mikil og heitir Mánahaugur.
Munnmæli segja að undir honum hvíli Máni landnámsmaður á
Mánaskál, er féll vopnbitinn nærri bæ sínum. Haugurinn virðist
upphaflega hafa verið hlaðinn sem varða, ferhyrndur, 2—3 m. á
hlið og rösklega 1 m. á hæð. Hleðslan er nú hrunin mjög, og segja
gamlir menn, að þar liali menn að verki verið, er hugðust leita fjár
á haugsbotninum. Síðast lagði þar hönd að smalapiltur úr Laxár-
dal á öðrum tug þessarar aldar, en gafst upp eftir nokkra tilraun,
því að honum varð leitt og fékk svima yfir höfuðið. Hugði hann
að Máni karl vildi ekki láta róta í kumbli sínu. Hleðsla sést greini-
legust í suðvesturhorni, og þar stendur luin óhögguð. í nánd við
hauginn er ekki annað en kastmöl og hnefastórir steinar, og hefur
allt grjót verið sótt ofan í brúnirnar, einkum vestur yfir. Hafa
þarna að verki verið miklir eljumenn og líklega margir saman, því
að geysimikið verk hefur verið að bera í fangi allt þetta grjót neð-
an úr fjallsbrúninni og hlaða því saman. Flest er þar af miðlungs-
stórum steinum og meðfærilegum áhalda laust. Hleðslan, sem
óhögguð stendur, er vaxin skóf, og mun það benda til þess, að hún
sé allgömul.
Svo grunnt er á klöpp eða fast berg á fjallinu, að varla kemur til
mála, að hægt hafi verið að grafa Mána niður nokkuð sem heitir.
Og hafi hann verið lagður þarna til hinztu hvílu, er hann vel fergð-
ur undir þessum grjótstöpli.
Eg held að sannmæli séu orð Sigurðar Jónssonar, bónda á Mána-
skál, er hann mælti við mig, er ég gekk á Illviðrahnjúk til að skoðá
Mánahaug:
„Því líkt andsk. nppátæki að draga dauðan skrokkinn upp á
hæsta fjall í grennd og dyngja síðan ofan á liann þessum kynstrum
af grjóti. Þeir hafa ætlað að fyrirbyggja, að hann gengi aftur og
færi á ról.“
Skráð af Magnúsi Björnssyni á Syðra-Hóli.