Húnavaka - 01.05.1968, Síða 110
HULDA Á. STEFÁNSDÓTTIR, fyrrv. skólastýra:
Heimilisibnaðarsafn á Blönduósi
Um árabil hefur starfað byggðasafnsnefnd innan Sambands Austur-
Húnvetnskra kvenna. Var nefnd þessari ætlað að safna gömlum
munum innan héraðsins og jafnframt vekja áliuga fólks á því að
stofnað yrði byggðasafn í sýslunni. Fyrsta sporið var að hvetja menn
til að halda öllu gömlu til haga, er að gagni nrætti koma á fyrir-
huguðu safni, því að eflaust leyndust mörg gömul verðmæti í fór-
um manna. Ymsu var safnað og eins og vitað er ferðaðist Ragnar
Ásgeirsson um sýsluna og safnaði gönrlum hlutum, er voru fluttir
í Héraðshælið og varðveittir þar.
Þá var að ákveða hvar safnið ætti að vera. Nefnd sambandsins
óskaði eindregið eftir því, að safnið yrði í Austur-Húnavatnssýslu
og æskilegasti staðurinn væri þá Þingeyrar, liinn frægi sögustaður
sýslunnar. Þar var þó kirkjan og ýmis örnefni og tóftir sem minntu
á merka sögu staðarins. — Aðrir töldu hyggilegra að safnið yrði á
Blönduósi, þar var flest fólkið, þar var alfaraleið og flestir skólar
saman komnir í sýslunni. Datt sumum í hug að sameina safnið að
einhverju leyti nýbyggingum, sem áttu að rísa við kvennaskólann.
Hvorugur þessara drauma rættist, allir gömlu munirnir úr Hér-
aðshælinu hurfu vestur að Reykjum í Hrútafirði, þar sem myndar-
legt byggðasafn var opnað á síðastliðnu sumri. Hafa báðar Húna-
vatnssýslurnar ásamt Strandasýslu sameinast um safnið á Reykjum
og geta allir aðilar glaðst yfir því, að vel hefur tekizt, og sjálfsagt
er fyrir alla aðila að hlynna að safninu á Reykjum eftir því, sem
föng eru á.
Nú skyldi maður ætla að verksviði byggðasafnsnefndar S.A.H.K.
væri það með lokið og hún starfaði ekki lengur. En svo er ekki, sem
betur fer. — Stefnir hún nú að því að koma upp heimilisiðnaðar-
safni við kvennaskólann á Blönduósi.
Ekki má skilja viðleitni nefndarinnar á nokkurn hátt þannig, að
hún ætli að keppa við Reykjasafnið, slíkt væri fjarstæða. En tals-