Húnavaka - 01.05.1968, Qupperneq 112
110
HÚNAVAKA
verður fengur ætti Jrað að vera fyrir sýsluna og skólann að liafa
nokkra muni í sinni vörzlu er minntu á vinnubrögð liðinna alda og
allt fram undir vora daga, en við vitum að Jiau gleymast nú óðum.
Á ég Jrar við gömlu tóvinnuáhöldin sem formæður okkar notuðu til
að koma upp fatnaði á þjóðina. Blessuð ullarfötin skýldu þjóðinni
öld fram af öld þar til öllu varð hér um turnað og ekkert þótti not-
hæft nema Jrað, sem tízkan banð hverju sinni.
Það vill nú svo vel til að kvennaskólinn á talsvert af tóvinnuáhöld-
um og fleiri gömlum heimilistækjum er gömlu liúsfreyjurnar not-
uðu við dagleg heimilisstörf og ungt fólk kannast lítið eða ekkert
við. Og eftir nokknr ár eru þau gleymd, ef ekki er minnt á þau.
Oft hef ég verið að reyna að benda á, hve mikils við förum á mis
við, ef við vanrækjum gamlar minjar og sögu. Við gleymum upp-
runa okkar og menningu, slitnum úr tengslum við fortíðina og verð-
um eins og hver önnur reköld er skolar upp á ókunnar fjörur og vit-
um ekki okkar rjúkandi ráð.
Byggðasafnsnefnd sambandsins á nú kost á þessum munum
kvennaskólans, því skólinn notar þá ekki lengur við kennslu. Sömu-
leiðis hefur skólaráð gefið nefndinni kost á húsnæði fyrir safnið í
litlu húsunum, sem undanfarin ár hafa verið notnð sem geymslur,
en nú er að rísa myndarlegt geymsluhús við skólann. Ýmislegt þarf
þó að gera fyrir húsin áður en þau eru nothæf fyrir safnið. — Teikn-
ing hefur verið gerð af innréttingu húsanna, en sambandið vantar
fé til að koma viðgerðinni í kring.
Vona ég að kvenfélögin, sem eru í S.A.H.K. sjái sér fært að leggja
Jressu máli lið og verði samhent um það að koma safninu upp. Væri
ekki gaman, konur góðar, að eiga þarna við skólann ykkar safn með
gömlu heimilistækjunum og sýnishornum af vinnunni, svo dætur
ykkar geti kynnt sér, um leið og þær sækja skólann, við hvaða skil-
yrði formæður þeirra unnu og hvað hægt var að gera fallega hluti
til klæðnaðar og skrauts úr þeim efnum, sem búin lögðu Jaeim í
hendur. — Slíkt heimilisiðnaðarsafn mætti svo auka með því að fá
sýnishorn af vinnn, er á síðastliðnum árum hefur verið unnin í skól-
anum og á heimilunum í sýslunni. Liggur Jrá augljóst fyrir, hverjar
breytingar liafa orðið á vinnubrögðum fólksins, væri slíkt mikils
virði. — Með kærri kveðju til ykkar allra.
Reykjavík, 10. marz 1968.