Húnavaka - 01.05.1968, Page 115
HÚNAVAKA
113
Ríkur þáttur fundanna hin fyrstu ár var frásögn af persónum ís-
lendingasagna. Þá gekkst félagið fyrir örnefnasöfnun í sveitinni og
varð töluvert ágengt og örnefnum safnað á allmörgum býlum. Um
skeið skipulagði félagið heyskaparhjálp til þeirra heimila í sveit-
inni, þar sem veikindi eða aðrar ástæður gerðu erfitt fyrir.
Um langt árabil hefur árlegur sumarfagnaður verið fastur liður
í starfsemi U.M.F.B. Hefur þessi samkoma einkum verið sniðin við
hæfi hinnar yngstu æsku, annaðhvort haldin á fyrsta sumardag eða
einhvern sunnudag síðar á vorinu, eftir tíðarfari og öðrum aðstæð-
um. Hefur verið leitazt við að láta ptileiki skipa sem mest rúm þenn-
an dag. Og síðustu 15 árin hafa barnaskólinn og unglingaskólinn,
eftir að hann tók til starfa, lagt frarp ýmislegt skemmtiefni, leikþætti,
söng o. fl. og er þáttur þessara aðila vissulega ómetanlegur.
Um nokkurra ára skeið var innansveitarskemmtun um jólaleytið
haldin á vegum félagsins og jafnan reynt að vanda til þeirrar sam-
komu eftir föngum. Hin síðári ár hefur félagið haldið nokkur spila-
kvöld á hverjum vetri og jafnan reynt að hafa þar einhver skemmti-
atriði auk félagsvistar. Einnig hefur það þorrablót til skiptis við
kvenfélagið og búnaðarfélagið.
Erindrekar frá U.M.F.Í. heimsóttu stundum félagið fyrr á árum
og héldu fyrirlestra. Og um nokkurra ára skeið hefur formaður
U.S.A.H. komið í heimsókn til sambandsfélaganna á hverjum vetri
og hefur þá verið sameiginlegur fundur með U.M.F.B., U.M.F.
Svínavatnshrepps og U.M.F. Vorboðinn. Hefur félagið átt góða sam-
vinnu við þessi nágrannafélög bæði á sviði skemmtanalífs og íþrótta-
mála og hafa þau oft skipzt á heimsóknum og átt með sér gagnkvæmt
samstarf í ýmsum greinum.
Félagið hefur farið í nokkrar skemmtiferðir t. d. tveggja daga ferð
til Mývatnssveitar og Ásbyrgis sumarið 1963.
Þegar félagið var stofnað var ungmennafélagsskapur í sýslunni í
öldudal. Starfsemi Ungmennasambandsins lá að mestu niðri á þeim
árum. En snemma árs 1938 var sambandið endurvakið og tók
U.M.F.B. þátt í þeirri vakningu. Hefur félagið síðan verið virkur
aðili innan U.S.A.H., sent fulltrúa á héraðsþing, keppendur á
íþróttamót og fylgzt að öllu leyti með í starfsemi sambandsins, eftir
getu á hverjum tíma. Hefur sú orðið raunin að starfsemi ungmenna-
félaganna hefur í auknum mæli færzt yfir til héraðssambandanna.
Veldur þar bæði um fólksfæð sveitanna og bættar samgöngur og þar
8