Húnavaka - 01.05.1968, Síða 119
HULDA Á. STEFÁNSDÓTTIR, fyrrv. skúlastýra:
Hollclóra Guhrún luarsdóttir
Nok.ki u eftir að ég kom til Reykjavíkur í haust las ég í Morgun-
blaðinu lát Halldóru ívarsdóttur. Mér hnykkti við, því ég hafði
hlakkað til að hitta hana, rifja upp gamlar minningar að norðan og
lræðast um ýmsa samferðamenn hennar úr Húnavatnssýslu.
Halldóra var Húnvetningur að ætt og uppruna, fædd að Skeggja-
stöðum í Skagahreppi 12, marz 1887. Foreldrar hennar voru Ingi-
björg Kristmundsdóttir og ívar Jóhannesson, bæði Húnvetningar
langt frant í ættir, nema livað Rósa, móðir Ivars, var Eyfirðingur.
Föður sinn missti Halldóra þegar hún var fjögurra ára gömul. Fór
hún þá í fóstur til löðursystur sinnar, Jóhönnu Jóhannesdóttur, er
sá um uppeldi frænku sinnar af stakri trúmennsku og kærleika.
Fóstra Halldóru var mjög merkileg manneskja, sönn hetja. Hún ólst
upp í litlu koti úti á Skagaheiði. Sagði hún mér eitt sinn að sitt mesta
yndi í bernsku hefði verið að sendast út í víðáttuna á heiðinni, þeg-
ar tók að vora, huga að lífinu á heiðinni og fylgjast með öllu, er
náttúran átti Jrar í fórum sínum. Því varð það henni þung raun, er
hún veiktist í fæti sem unglingur og komst ekki fram úr rúminu svo
vikum og mánuðum skipti. F.n Jóhanna litla lét ekki bugast. í hvert
skipti, sem sólargeisli gægðist inn um gluggaboruna á baðstofukytr-
unni elti hún geislann og lét hann skína á veika fótinn. Og þegar
hlýtt var í veðri skreiddist hún siiður undir bæjarvegginn til að ná
í sólskinið. Hún trúði á mátt sólarinnar og henni varð að trú sinni.
Sárið á hnénu hennar greri, en hnéð kreppti svo, að hún gat aldrei
stigið í fótinn eftir það. — En Jóhanna dó ekki ráðalaus. Hún lét
smíða trékubb, er hún batt við hnéð og á þessum tréfæti hentist hún
um allar trissur og vann sín verk meðan ævin entist.
Hún var í fjöldamörg ár til heimilis í Hnausum í Þingi hjá Guð-