Húnavaka - 01.05.1968, Síða 120
118
HÚNAVAKA
vúnu og Magnúsi bónda Steindórssyni. Var hún á sumrum selráðs-
kona í Hnansaseli, sem er uppi á Sauðadal. Þar ólst Halldóra upp
lijá frænku sinni og undi hag sínum vel. Það átti vel við þær að vera
í selinu, báðar voru þær miklir dýravinir og voru framúrskarandi
natnar við allar skepnnr.
Tvítug að aldri giftist Halldóra Níelsi Sveinssyni, sem þá bjó á
Þingeyrum með móður sinni og Ólafi bróður sínum. — Níels var
einnig Húnvetningur, frá Læk á Skagaströnd. Hófu þau búskap í
Þingeyraseli og nndu vel hag sínum til fjallanna, horfðu glöð og
hugrökk fram á veginn. I Selinn bjuggu þau í nokkur ár, en fluttu
þá aftur að Þingeyrum og voru þar í tvö ár, en þá losnaði um þau,
er Níels festi kaup á Ytri-Kóngsbakka í Helgafellssveit vorið 1914.
Bjuggu þau þar í fjögur ár og önnur fjögur ár í Stykkishólmi, en
þá lá leið þeirra aftur norður fyrir fjöllin. Komu þau nreð börn sín
norður að Þingeyrum vorið 1922 og fluttu svo ári síðar í Þingeyra-
sel. Þangað stefndi hugurinn og er nrér minnisstætt, hve glöð þau
voru daginn, sem flutt var í Selið. Dæturnar þrjár, sem með þeim
voru hlökkuðu einnig til. Sjálfsagt hefur verið búið að segja þeim,
hve fallegt væri í fjallinu, liversu ævintýralegt væri í gilinu uppi við
litla fossinn og hvergi væri vatnið jafn tært og í bæjarlæknum í Sel-
inu, né mosinn mýkri.
Mjög fór vel á nreð þeim hjónum Halldóru og Níelsi. Þau eign-
uðust 10 börn. Tvo drengi misstu þau kornunga og elztu dótturina
Jóhönnu Gíslínu er lézt á Vífilsstöðum 25 ára að aldri. Var hún
mesta myndarstúlka, er miklar vonir voru við bundnar.
Góð vinátta var með okkur Halldóru eftir að við kynntumst, heim-
sótti ég hana þegar færi gafst fram í Þingeyrasel, en það er eins og
vitað er nrjög afskekkt. Er mér minnisstæður einn vormorgunn. Það
var verið að reka Irrossin franr í fjall. Við konrum um fótaferðatíma
að Selinu. Ekki var reisulegur bærinn né ríkmannlegur, en húsfreyj-
an fagnaði aðkomufólkinu og veitti af gleði sinni á báða bóga.
Hjónin í Selinu undu glöð við sitt. Sannaðist á þeim eins og víð-
ar, að það er ekki gullið senr veitir nrestan unað heldur auður lrjart-
ans.
Dimman haustdag árið 1930 fór Níels að heiman til að leita kinda
og kom hann ekki heim um kvöldið. Næni má geta að húsfreyjan
lrefur ekki verið róleg þegar hún háttaði börnin sín um kvöldið. Og
heldimm haustnóttin leið án þess að húsbóndinn kæmi. Leit var