Húnavaka - 01.05.1968, Síða 123
Mannalát ariá 1967
ÞINGF.YRAKLAUSTURSPRRSTAKALL.
Valdimar Stejdn Sigurgeirsson var fæddur að Miðsitju í Blöndu-
hlíð í Skagafirði, 24. sept. 1889. Voru foreldrar hans þau lrjónin
Sigurgeir Jónsson og Ólína Jónsdóttir, bæði Skagfirðingar að ætt.
Slitu þau samvistum og ólst Valdimar upp með móður sinni í Skaga-
firði. Árið 1923 kvæntist hann Jóhönnu Magnúsdóttur, hinni mestu
merkiskonu ættaðri úr Eyjafirði. Voru þau fyrstu árin í Skagafirði,
en fluttust síðan í Austur-Húnavatnssýslu, fyrst að Selhaga síðan
að Gunnfríðarstöðum, þar sem þau bjuggu í 15 ár og því næst að
Smyrlabergi. Keypti hann jörðina Hamrakot og átti þar lögheim-
ili um allmörg ár, enda þótt hann dveldi þar ekki að staðaldri og
væri mest á Blönduósi, þar sem hann átti síðan lieima til æviloka.
Konu sína missti hann 1962 og höfðu þau eignazt 3 börn. Misstu
þau eina dóttur uppkomna, en hin, sem lifa eru: Hólmsteinn, verka-
maður á Blönduósi og Herdís, húsfreyja í Reykjavík. Valdimar var
vinsæll maður, lundléttur og glaðvær, greiðasamur og góðlyndur.
Hann var mikill skepnuvinur, einkum hafði hann yndi af hestum
og þótti sérlega laginn tamningamaður. Hann var bókhneigður,
minnugur og fróður um margt, sönghneigður og hafði lært að spila
á orgel og mun hafa verið kirkjuorganisti í Skagafirði um skeið.
Hann andaðist á héraðshælinu á Blönduósi 15. janúar.
Hólmjriður Steinunn Jónsdóttir, húsfreyja á Undirfelli var fædd
í Þórormstungu 1. júní 1903. Voru foreldrar hennar þau merkis-
lijónin Jón Hannesson og Ásta Bjarnadóttir, sem um langt skeið
bjuggu í Þórormstungu og Undirfelli. Þangað fluttist Hólmfríður
þriggja ára gömul og varð Undirfell síðan heimili Iiennar til ævi-
loka, enda þótt hún síðari árin dveldi tíma og tíma annars staðar.
Hún var snemma bráðgjör og efnismikil, glæsileg í sjón, prýðilega
greind, fjölhæf og tápmikil. Hún gekk í Kvennaskólann á Blöndu-