Húnavaka - 01.05.1968, Qupperneq 124
122
HÚNAVAKA
<'si og lauk þar námi. Hinn 28. júní 1924 giftist hún Hannesi Páls-
syni frá Guðlaugsstöðum, miklum efnismanni og bjuggu þau á
Undirfelli um 20 ára skeið, eða þar til þau slitu hjúskap. Bjó Hólm-
fríður þar þó áfram og hafði yngsta son sinn lijá sér, en hann var
þá barn að aldri. Þau Hannes og hún eignuðust alls 5 börn og lifa
4 þeirra: Páll, verkfræðingur, og Asta, húsfreyja, bæði búsett í
Reykjavík, Jón, búsettnr á Blönduósi, og Bjarni, bóndi á Nauta-
búi. F.ina dóttur, Guðrúnu, misstu Jxui á fermingaraldri. Hólm-
fríður var mikil rausnarkona og atorkusöm, stórbrotin í skapgerð
og stórbrotin í ýmsum athöfnum sínum. Hún var gestrisin með
afbrigðum, greiðasöm og trúr vinur vina sinna. Hún lézt á Hér-
aðshælinu á Blönduósi 20. janúar 1967.
Björu Ágúst Einarsson var fæddur að Læk á Skagaströnd 8. ágúst
1886. Voru foreldrar lians Jrau hjónin Einar Guðmundsson, smið-
ur, og Sigurlaug Þorbjörg Björnsdóttir. Voru Jrau bæði kunn í hér-
aðinu, hann fyrir sinn frábæra liagleik og hún fyrir röggsemi sína
og alskipti af félagsmálum kvenna. Á lyrsta ári lluttist Björn að
Sauðanesi til ömmu sinnar Elísabetar Erlendsdóttur og ólst upp hjá
henni og manni hennar Birni Sölvasyni. Fluttust þau að Valdarási
og því næst að Síðu í Engihlíðarhreppi er Björn var 10 ára og þar
var hann fram yfir tvítugt. Hann lærði smíðar, fyrst hjá föður sín-
um og síðar í Reykjavík hjá Stefáni Eiríkssyni, myndskera og lauk
þar meistaraprófi í iðninni. Árið 1910, 10. janúar kvæntist hann
Hallberu Jónsdóttur ættaðri úr Rangárvallasýslu. Var hún ljósmóðir
um langt skeið, síðast á Blönduósi. Byrjuðu þau búskap þetta sama
ár í Svangrund, en fóru Jraðan að ári liðnu að Neðri-Lækjardal og
5 árum síðar aftur að Svangrund. Árið 1930 hættu þau búskap og
fluttu til Blönduóss. Konu sína missti Björn 1962. Þau hjónin eign-
uðust 8 börn, en misstu eina stúlku, Guðbjörgu, á fyrsta ári. Hin
eru: Sigurlaug Margrét, búsett í Kópavogi, F.inar Halldór, bílstjóri
og María Björg, bæði búsett í Reykjavík, Hallbera Sigurrós, hús-
frú í Borgarnesi, Birna Elísabet, búsett í Danmörku, Magdalena
Elínborg, og Jónína Þorbjörg, báðar búsettar á Blönduósi. Björn
var ágætur smiður og meðal margs annars hafði hann búið ótal
mörgum síðasta hvílurúmið og gert það af mikilli smekkvísi og
vandvirkni. Hann var gestrisinn með afbrigðum, glaður og hress
og ungur í anda alla tíð, góðviljaður og hjálpsamur, enda óvenju-
lega vinsæll. Hann var stofnandi Iðnaðarmannafélagsins á Blöndu-