Húnavaka - 01.05.1968, Síða 127
HÚNAVAKA
125
þá við umsvifamiklum húsmóðurstörfum. Mann sinn missti hún
eftir skanrma sambúð 1926. Þau hjónin höfðu eignazt 4 börn. Einn
dreng, Ara að nafni, misstu þau á fyrsta ári. Hin börnin þeirra cru:
Þorgerður, húsfrú, ekkja Hermarms Þórarinssonar, bankastjóra, og
Magdalena Margrét, húsfrú, báðar búsettar á Blönduósi, og Pétur
Júlíus, bankastjóri í Reykjavík. Eina fósturdóttur ól hún upp,
Helgu Stefánsdóttur, húsfrú á Hjaltabakka. Þuríður Sæmundsen
var glæsileg kona, vel menntuð og ágætum og fjölhæfum hæt'ileik-
um búin. Starfsvettvangur liennar náði líka langt út yfir heimilið
og húsmóðurstörfin. Hún rak um langt skeið verzlun í húsi sínu,
aðallega með bækur og ritföng og ýmislegt fleira. Hún var kenn-
ari við barnaskólann á Blönduósi árin 1929—1942 og var afbragðs-
góður kennari. Þá sá hún um veðurathuganir í nálega ‘50 ár og rækti
það starf með mikilli skyldurækni og samvizkusemi. Gjaldkeri sjúkra-
hússins á Blönduósi var hún frá 1931 og í stjórn þess frá 1940, hvort
tveggja til dánardægurs. í stjórn Kvennaskólans á Blönduósi var hún
frá 1947 til 1965 og gjaldkeri nokkur ár. Þá var hún lormaður í
stjórn Sambands Austur-húnvetnskra kvenna í 20 ár og í stjórn
Kvenfélagsins Vöku á Blönduósi yfir 30 ár. Sýna glögglega hin
mörgu og fjölþættu opinberu störf hennar, hversu mikils trausts
hún naut meðal samtíðar sinnar. Hún var sönghneigð og söngelsk
og starfaði lengi í kirkjukór Blönduósssóknar með alúð og skyldu-
rækni, enda trúuð kona, sem í reynslum og erfiðleikum sótti styrk
til æðri nráttar. Hún var með afbrigðum vinsæl og vel látin og
mikill vinur vina sinna. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 27.
maí.
Jón Hallgrimsson, Hnjúki, var fæddur þar 27. jan. 1891. Voru
foreldrar hans hjónin Hallgrímur Jónsson og Þorbjörg Þorsteins-
dóttir, sem þar bjuggu lengi. Jón ólst upp á nryndarbeimili for-
eldra sinna og þótti snemnra efnismikill, vel gefinn og dugnaðar-
forkur til allra verka. Um tvítugsaldur fór hann í búnaðarskólann
á Hólunr og lauk prófi þaðan með ágætum vitnisburði. Fyrst eftir
að skólavist hans lauk vann hann að búi foreldra sinna og var þeim
aðalstyrkur og önnur hönd. Árið 1923 kvæntist lrann Steinunni
Jósefsdóttur frá Miðhópi og um það leyti byrjaði hann búskap á
Hnjúki, þar sem lrann bjó næstu 25 árin. Árið 1947 brugðu þau
lrjónin búi og fluttu til Reykjavíkur, þar sem þau voru tæplega ára-
tug, en sneru þá aftur til ættarstöðvanna. Bjuggu þau að vísu ekki