Húnavaka - 01.05.1968, Síða 128
126
HÚNAVAKA
framar, en dóttir þeirra og tengdasonur tóku við jörð og búi. Þau
hjónin eignuðust aðeins eina dóttur, Guðrúnu, húsfrú á Hnjúki.
Hjá þeim ólust upp fleiri börn að meiru eða minna leyti og nrá þar
nefna Helgu Níelsdóttur og Halldóru Jóhannesdóttur. fón var fyrir-
myndarbóndi á margan hátt. Reglusemi, fyrirhyggja og útsjón var
honum í blóð borin. Allt varð að vera tryggt og á föstum grunni
reist. Ekkert var Ijær honurn en allur flysjungsháttur og yfirborðs-
mennska. Traustleikinn var hans sterka einkenni. Hann var glað-
lyndur í eðli sínu og skemmtilegur félagi í vinahópi, gestrisinn og
góðgjarn. í hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps var hann yfir 20 ár og
var jafnan samvinnuþíður í störfum. Síðustu árin var hann mjög
bilaður að heilsu. Hann andaðist í Héraðsliælinu á Rlönduósi 15.
júní.
Jósef Jósefsson, Másstöðum, fæddist að Helgavatni 28. sept. 1894.
Voru foreldrar hans Jósef Jóhannsson og Sigríður Frímannsdóttir
frá Helgavatni. Aðeins fjögra ára gamall missti hann föður sinn og
fluttist þá með móður sinni til systur hennar, Guðrúnar, húsfreyju
í Miðhópi, þar sem þau voru næstu 8 árin. Voru þau síðan á ýms-
um stöðum bæði í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu og síðast á
Hólabaki, en þar andaðist móðir lians 1926. F.ftir það var Jc'rsef
vinnandi hjá öðrunr, lengst á Þingeyrum hjá þeinr Jóni S. Pálma-
syni og frú Huldu A. Stefánsdóttur, þar til hann kvæntist 1941
Ingibjörgu Jóhannsdóttur. Voru þau eitt ár á Blönduósi, 8 ár í
Oxl, 4 ár á Hnjúki, 1 ár á Hjallalandi og síðustu 12 árin á Más-
stöðum. Þótt búskaparskilyrðin væru víðast í lakara lagi, var af-
koman furðanlega góð, enda þau bæði dugmikil og búhyggin. Þau
eignuðust eitt barn, er fæddist andvana, en ólu upp eina fósturdótt-
ur, Önnu Bjarnadóttur. Jósef var vinsæll nraður og vel látinn, góð-
gjarn, greiðasanrur og gestrisinn. Síðustu árin var lreilsan biluð.
Hann andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi 16. júlí.
Ingunn Olafsdótt.ir í Brekku var Sunnlendingur að ætt, fædd að
Lásakoti á Álftanesi 22. nóv. 188.8. Voru foreldrar hennar þau hjón-
in Ólafur og Svanhildur. Bjuggu þau þar syðra og áttu allmörg
börn. Með nróður sinni fluttist Ingunn norður í Húnavatnssýslu
og kom hún að Brekku árið 1920. Var hún vinnandi á því lreim-
ili nreðan heilsan entist, fyrst lengi hjá þeinr Magnúsi B. Jémssyni
og frú Sigrúnu og síðast hjá Hauki kennara syni þeirra og frú Elínu
konu hans. Mynduðust mjög sterk vináttubönd nrilli lrennar og