Húnavaka - 01.05.1968, Síða 129
HÚNAVAKA
127
þessnra íjölskyldna. Ingunn var dugleg til verka og með afbrigðum
trúverðug, dygg og húsbóndaholl. Síðustu 2 árin var hún á sjúkra-
húsinu á Blönduósi. Þar andaðist hún 15. júlí.
Svanlaug Evertsdóttir frá Hrauni í Unadal var Skagfirðingur að
ætt og uppruna. Hún var fædd á Leiti við Hofsós 1. des. 1891. For-
eldrar hennar voru hjónin F.vert Fvertsson, sjómaður og Guðbjörg
Arnadóttir. Olst hún að nokkru leyti upp lijá bróður sínum, Jó-
hanni, og konu hans, Ólöfu Þorkelsdóttur í Gröf á Höfðaströnd.
Var hún síðan vinnandi á ýmsum stöðum í Skagafirði, lengst hjá
Árna bróðursyni sínum Jóliannssyni á Hrauni í Unadal. fíún vann
öl 1 sín verk af skyldurækni og trúmennsku. Var sérstaklega óeigin-
gjörn, hirti lítt um eigin fjármuni, en vildi gleðja aðra og greiða
götu vina sinna og vandamanna. Frá því í apríl 1965 var hún á
ellideild Héraðshælisins og þar andaðist hún 17. ágúst.
Jón Guðmundsson frá Torfalæk var fæddur þar 22. jan. 1878.
Foreldrar hans voru þau Guðmundur Guðmundsson af Bergmanns-
ætt og Sigurlaug Jónsdóttir Sveinssonar, lneppstjóra í Sauðanesi.
Jón ólst upp á miklu myndarheimili foreldra sinna, en var unr tínra
við nám hjá sr. Bjarna Pálssyni, prófasti í Steinnesi. Árið 1901, 12.
apríl kvæntist hann frændkonu sinni Ingibjörgu Björnsdóttur frá
Marðarnúpi, hinni ágætustu konu í alla staði. Bjuggu þau fvrstu
árin í félagi við foreldra Jóns, en 1914 tóku þau við allri jörðinni
og bjuggu þar við mikla rausn og nryndarskap næstu áratugina.
Konu sína missti Jón 10. sept. 1940. Bjó hann þó áfram með son-
unr sínunr til ársins 1944, er lrann lrætti búskap. Árið 1949 kvænt-
ist hann öðru sinni Maríu Jónsdóttur ættaðri úr Árnessýslu og bjó
með henni í Reykjavík unr skeið. í Reykjavík átti lrann svo lög-
heimili upp frá því. Síðustu 4—5 árin dvaldi hann að mestu á elli-
deild Héraðshælisins á Blönduósi. Þau Jón og Ingibjörg eignuðust
alls 6 syni, senr á lífi eru. Þeir eru: Guðmundur, skólastjóri á
Hvanneyri, Björn Leví, veðurfræðingur og læknir, Jónas Bergmann,
fræðslustjóri Reykjavíkurborgar, Jólrann, unrsjónarnraður, allir bú-
settir í Reykjavík, Torfi, bóndi á Torfalæk, og Ingimundur, s. st.
Fitt barn þeirra fæddist andvana. Tvær fósturdætur ólu þau hjónin
upp, þær Ingibjörgu Pétursdóttur, systurdóttur Jóns, og Sigrúnu
Einarsdóttur. Unr daga þeirra Jóns og Ingibjargar var Torfalækjar-
heinrilið víðfrægt fyrir óvenjumikla gestrisni, glaðværð og höfðings-
skap. Bú þeirra stóð föstunr fótum. Fyrirhyggja og reglusemi var þar