Húnavaka - 01.05.1968, Qupperneq 130
128
HtJNAVAKA
ríkjandi og heimilisandinn og heimilisbragurinn til fyrirmyndar.
Var öll fjölskyldan samhent í því að gera gestum sínum glaða stund
og glaðan hug. Jón átti Jrá gleðiuppsprettu í sál sinni, sem aldrei
þraut, jafnvel ekki í myrkri sjónleysisins. Að opinberum málum
vann hann talsvert, var meðal annars lengi í lneppsnefnd, skatta-
nelnd og sóknarnefnd. Hann var mikill söngmaður og söngelskur
og um allmörg ár starfandi í kirkjukór Þingeyrasóknar og mátti
segja jafnvígur á hvaða rödd sem var. Hann var trúmaður og treysti
vernd og handleiðslu guðs og gekk öruggur rnóti þeim örlögum,
sem allir verða að lúta. Hann andaðist á Héraðshælinn á Blöndn-
ósi 7. sept. og hafði verið blindur síðustu árin.
Halldóra Guðrún ívarsdóttir var fædd að Skeggjastöðum á Skaga-
strönd 12. marz 1887. Foreldrar hennar vortt Jrau hjónin ívar Jó-
hannesson ættaður úr Vatnsdal og Ingibjörg Kristmundsdóttir hin
mesta gáfu- og merkiskona ættuð af Vatnsnesi. Er Halldóra var fjög-
urra ára andaðist faðir hennar og var hún þá tekin í fóstur af föður-
systur sinni Jóhönnu Jóhannesdóttur, sem lengi var selráðskona lijá
Magnúsi Steindórssyni í Hnausum og hjá henni ólst hún upp. 15.
júní 1907 giftist hún Níelsi Hafsteini Sveinssyni, sem þá bjó á Þing-
eyrum. Byrjuðu Jrau búskap í Þingeyraseli og bjuggu Jrar og á Þing-
eyrum nokkur ár, en fluttust þá vestur á Snæfellsnes og voru þar
bæði á Kóngsbakka og í Stykkishólmi í 8 ár. Bjuggu þau svo aftur
í Þingeyraseli þar til Níels lézt af slysförum haustið 1930. Var hún
síðan á ýmsum stöðum með sumt af börnum sínum, meðal annars
um nokkur ár ráðskona hjá Ólafi Jónssyni bæði á Leysingjastöðum
og Kárastöðum í Hegranesi. Síðustu árin var hún hjá dóttur sinni
í Reykjavík. Þau Níels og Halldóra eignuðust alls 10 börn. Af Jieim
dóu 2 drengir á fyrsta ári og ennfremur uppkomin og efnileg stúlka,
Jóhanna Gíslína. Hin 7 eru: Sveinn ívar, bóndi á Flögu, María,
húsfrú, Ingibjörg Jónína, Rósa Aðalheiður, ógift, Ingunn Helga,
Helga Heiðbjört og Elsa Péturína, allar búsettar í Reykjavík. Hall-
dóra var vel gefin kona, myndarleg, dugleg og velkunnandi til allra
verka, greiðasöm og gestrisin. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu
Grund í Reykjavík 19. okt. og var jarðsett að Þingeyrum.
Herdis Sigriður Emilia Guðmundsdóttir var fædd í Unaðsdal á
Snæfjallaströnd 6. júlí 1898. Voru foreldrar hennar hjónin Guð-
rnundur Þorleifsson og Þóra Jónsdóttir. I Unaðsdal ólst hún upp til
10 ára aldurs, en missti þá föður sinn og fluttist með móður sinni