Húnavaka - 01.05.1968, Page 131
HÚNAVAKA
129
til Bolungarvíkur. Á unglingsárum fluttist hún norður í Vatnsdal
að Undirfelli. Giftist hún þar 29. ágúst 1920 Snæbirni Jónssyni,
syni hjónanna á Undirfelli. Bjuggu þau þar fyrstu árin, en síðan í
Þórormstungu og loks á Snæringsstöðum, þar sem þau bjuggu lengst
eða um 30 ár. Árið 1964 fluttu þau alfarin úr Vatnsdal til Reykja-
víkur, en höfðu verið þar um 6 ára skeið áður. Þau eignuðust alls
5 böm en misstu 2 þeirra, stúlku, sem dó við fæðingu, og dreng
fárra mánaða. Þrír synir, sem lifa eru: Jón, bókhaldari, og Bjarni,
verkstæðismaður, báðir búsettir í Reykjavík og Þórður, garðyrkju-
bóndi í Hveragerði. Herdís var glæsileg kona að ytri sýn, vel gefin,
dugmikil og vel að sér og myndarleg í öllum þeim störfum er henn-
ar verkahring snertu. Hún liafði verið á liússtjórnarskóla í Reykja-
vík einn vetur áður en hún giftist. Búskapur hennar og Snæbjarnar
var jafnan með miklum snyrtibrag. Hún var hreinskilin og hrein-
skiptin í umgengni við aðra, en jafnan hlý í öllu viðmóti og vin-
samleg í framgöngu. Hún var jafnan traustur vinur vina sinna. Hún
var söngelsk og hafði bæði fagra og mikla söngrödd. Var ln'tn lengi
í kirkjukór Undirfellssóknar og munaði þar um hana sem annars
staðar. Hún andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík 18. des. eftir erfiða
sjúkdómslegu og var jarðsett í Fossvogskirkjugarði.
Þorst. B. Gíslason.
ÆSUSTAÐAPRF.STAKALL.
Guðrún Jóhanna Jónsdóttir, Finnstungu, lézt á Héraðshælinu á
Blönduósi 4. ágúst sl. — Hún var fædd 14. marz 1880 að Móbergi
í Langadal. Hún var næstyngst af 9 börnum hjónanna Jóns Guð-
mundssonar og Önnu Pétursdóttur, en hún var frá Refsstöðum á
Laxárdal.
Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum, sem auk þess að búa um
skeið á Móbergi, áttu einnig heima um tíma á Strjúgsstöðum og
Hvammi í Laxárdal. Eldri systkinin fóru að heiman eitt af öðru,
en Guðrún og Ragnhildur, sem voru yngstar systkinanna, voru lengst
heima og unnu fyrir bernskuheimilið. Sumarið 1901 er kvennaskól-
inn fluttur frá Ytri-Ey að Blönduósi. — Elm haustið fór Guðrún
9