Húnavaka - 01.05.1968, Qupperneq 132
130
HÚNAVAKA
í kvennaskólann og var þar 2 vetur. Stuttu síðar fór hún til Skaga-
i jarðar, þar sem hún var við kennslu, m. a. á Frostastöðum. I’á fer
hún til Akureyrar til saumanáms. Við kennslu er hún í Bólstaðar-
hlíðarhreppi, þar sem hún m. a. kenndi undirstöðuatriði í orgel-
spili. 1907—1908 kennir hún \ ið kvennaskólann á Blönduósi.
9. janúar 1915 giftist hún Tryggva Jónassyni í Finnstungu. Þar
hófu þau búskap, sem þau svo stunduðu allt til ársins 1948. En þau
eru áfram í Finnstungu lijá Guðmundi syni sínum og konu hans
Guðrúnu Sigurðardóttur. 1952 lézt Tryggvi. F.ftir það var Guðrún
lengst af í Ártúnum hjá Jóni syni sínum og konu hans Sigríði Ól-
afsdóttur. — Þeim Guðrúnu og Tryggva varð 4 barna auðið. Þau
eru, auk Guðmundar og Jóns: Jónas, kvæntur Þorbjörgu Bergþórs-
dóttur; Anna, gift Kristjáni Snorrasyni, bæði búsett á Blönduósi.
Guðrún var stórmyndarleg kona og glæsileg, virðuleg í fasi og fram-
komu. Hún var vel gefin og vinsæl. Vinsældir hennar má m. a. marka
af því, hversu margir nemendur hennar urðu hennar aldavinir. Hún
var mikil hannyrðakona og fram úr skarandi vandvirk. Um heimilið
í Finnstungu sagði nákunnugur maður: Heimili þeirra Tryggva og
Guðrúnar var indælt. Þau voru samhent um bústörfin, sem öðru
fremur einkenndust af snyrtimennskti og öryggi.
Þau hjónin voru bæði félagslynd og tóku mikinn þátt í félagslífi
sveitarinnar. Sem dæmi má nefna, að hann var einn af stofnendum
Karlakórs B(')lstaðarlilíðarhrepps, en hún ein af stofnendum kvenfé-
lagsins í þeim hreppi. Þessum félögum fórnuðu jiau margri stund-
inni.
Guðrún var jarðsett við hlið Tryggva í heimagrafreit í Finnstungu
12. ágúst.
Sigríður Uun Jónsclótlir, Steiná. lézt á Héraðshælinu á Blönduósi
26. september s.l. — Hún var fædd að Króksseli á Skagaströnd 30.
ágúst 1872, og var jiví rúmlega 95 ára, þegar hún lézt, elzti íbúi Ból-
staðarhlíðarhrepps. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Ragnheið-
nr Sigurðardóttir, en luin var frá Víðimýrarseli í Skagafirði. Á barns-
aldri fluttist Sigríður Una með foreldrum sínum að Ásbúðum í
Skagahreppi. Þar ólst hún upp. Þegar hún hafði aldur til, fór hún
að vinna fyrir sér. M. a. var hún all-lengi á Veðramóti í Skaeafirði.
F.n svo flutti hún að Vatnshlíð, og var þar með komin í Bólstaðarhlíð-
arhrepp, en í honum var hún æ síðan. Svo giftist hún skaefirzkum
bóndasyni, Jóni Ólafssyni, og fluttu þau að Bergsstöðum. Þar voru