Húnavaka - 01.05.1968, Page 134
132
HUNAVAKA
kunni að nieta það, sem er gott. Hann unni söng og var fljótur að
læra ljóð og lög.
Rúnar Aðalbjörn var jarðsettur í Holtastaðakirkjugarði 14. okt.
HÖSKULDSSTAÐAPRF.STAKALL.
Þorsteimt Guðmundur Sigurðsson, bóndi í F.nni í Engihlíðar-
hreppi, andaðist 7. janúar. — Hann var fæddur 1. marz 1901 á Litla-
Vatnsskarði á I.axárdal, \7oru foreldrar hans, Sigurður Semingsson
af ætt Bólu-Hjálmars og kona hans, Elísabet Jónsdóttir, ættuð frá
Fjalli. Bjuggu þau lengst af í Hvammi á Laxárdal.
Þorsteinn þótti snennna þrekmikill og bráðger, og glöggur á að
læra af reynslu annarra urn búskap. Hann trúði á landgæði Húna-
þings, og elja hans var mikil, að verða sjálfstæður.
Hann var heilsteyptur og hraustur maður, vel máli farinn og kjarn-
yrtur. Árið 1929, 23. september, kvæntist hann Halldóru Ingimund-
ardóttur, er þá var ekkja í Enni. Þau eignuðust þessi börn: Sigurð
Heiðar, á Blönduósi; Ingimund Ævar, bónda í Enni, og Elsu, er
býr á Ketilsstöðum á Völlum.
Þorsteinn var gildur bóndi í Enni. Ræktaði mikið og byggði
útihús á jörðinni. Hann var svipmikill maður, stórbrotinn í lund,
og mikill tilfinningamaður. Hann sat í hreppsnefnd Engihlíðar-
lirepps um fjölda ára.
Halldóra Sigriður Ingimundardóttir, húsfreyja í Enni, andaðist
23. nóvember. Hún var fædd 19. maí 1896 að Hamri á Ásum. Voru
foreldrar hennar Hólmfríður Davíðsdóttir frá Sneis á Laxárdal og
Ingimundur Sveinsson, smáskammtalæknir, er var gáfumaður og
læknishneigður, en hafði eigi gengið skólaveginn.
Halldóra ólst upp með móður sinni. Hún var vel gefin, fríð sýn-
um og snyrtimennska í blóð borin. Henni var létt um að láta hugs-
anir sínar í ljósi, og var nærfærin um sjúkdóma, bæði í mönnum og
húsdýrum.
Árið 1914 giftist Halldóra Sigurði Sveini Sveinssyni, bónda í Enni.
Hann var hæfileikamaður, og hið mesta ljúfmenni. Halldóra og Sig-
urður eignuðust þessi börn: Hólmfríði, búsetta í Englandi; Margréti
og Svein Helga, húsgagnasmið, bæði búsett í Reykjavík. Sigurður