Húnavaka - 01.05.1968, Qupperneq 135
HÚNAVAKA
133
Sveinsson í Enni drukknaði í Blöndu 25. febrúar 1924. — Halldóra
giftist aftur Þorsteini Sigurðssyni frá Hvammi, og vísast til þess, er
að framan er skráð.
Halldóra var trú kona og æðrulaus, þó h'fið legði á liana þungar
byrðar, þá sigraðist hún á erfiðleikunum og gat litið yfir langan
vinnudag og gott gengi meðal barna sinna.
o o o o o
Ingólfur Skagfjörð Bjarnason, Breiðabliki, Höfðakaupstað,
drukknaði 17. janúar, var hann háseti á mótorbátnum Stíganda í
Höfðakaupstað. Féll hann fyrir borð í fiskiróðri, lík hans náðist eigi.
Ingólfur var fæddur 27. október 1938 í Drangey í Höfðakaup-
stað. Eru foreldrar hans Rósa Pálsdóttir og Bjarni Jóhannsson,
Breiðabliki. Ingólfur var laginn maður og fékkst oft við smíða-
vinnu, en stundaði þess á milli sjó. Hann lætur eftir sig unnustu,
Friðbjörgu Þórunni Oddsdóttur, og tvö börn, Halldóru Rósu og
Sigurjón Inga.
Daniel Daviðsson, bóndi, Syðri-Ey, Vindhælislireppi, andaðist 26.
marz. Hann var fæddur 4. maí 1872 í Kárdalstungu í Vatnsdal. For-
eldrar: Davíð Davíðsson og kona hans Þuríður Gísladóttir, er bjuggu
í Kárdalstungu, Kötlustöðum og Gilá í Vatnsdal.
í Vatnsdal dvaldi Daníel til 28 ára aldurs, er hann fór að nema
ljósmyndasmíði á Akureyri lijá Jóni Dalmann. Daníel var vel hæf-
ur til þessara starfa, átti gott fegurðarskyn og vandvirkni. Hann
kvæntist 9. sept. 1908 Magneu Arnadóttur ættaðri úr Fljótum,
systur Guðrúnar skáldkonu frá Lundi.
Daníel stundaði ljósmyndasmíð á Sauðárkróki, og jafnframt var
hann aðstoðarmaður Sigurðar Pálssonar héraðslæknis, við svæfing-
ar og uppskurði. Daníel var prúðmenni, vel gefinn og góðgjarn.
Árið 1910 fluttu þau lijón að Breiðstöðum í Gönguskörðum og
bjuggu síðan í sveit. Þau fluttu að Syðri-Ey með börn sín 1930 og
bafa dvalið þar síðan. Daníel var lipur verkmaður, laginn barna-
kennari, bókhneigður og minnugur. Á Syðri-Ey blómgaðist hagur
þeirra hjóna, og synir þeirra tóku við búskapnum.
Börn þeirra hjóna eru: Magnús, hreppstjóri, Syðri-Ey, Árni,
bóndi í Eyjarkoti, Páll, sjómaður, Ásmundur, flugvélavirki, Daði,
trésmiður, Ingibjörg, hjúkrunarkona og Helga, húsfrú, öll búsett
í Reykjavík. Þá ólst upp með þeim hjónum Björn Leví Halldórs-
son, lögfræðingur í Reykjavík.
Sigurjón Jóhannsson, Baldursheimi, Höfðakaupstað, andaðist 20.