Húnavaka - 01.05.1968, Síða 136
134
HÚNAVAKA
nóv. Hann var fæddur í). marz 1889 í Syðri-Vík í Skagafirði. For-
eldrar: Jóhann Sigurðsson frá Sæunnarstöðum í Hallárdal, og kona
hans Ingibjörg Jónsdóttir frá Löngumýri í Skagafirði.
Sigurjón ólst upp frá fjögurra ára aldri hjá sr. Jóni Pálssyni á
Höskuldsstöðum og konu hans. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akur-
eyri og kvæntist 20. júlí 1913 Jóhönnu Jóhannsdóttur frá Hofi í
Hjaltadal. Börn þeirra eru: Katrín Bryndís, Blálandi, og Haraldur,
Iðavöllum, Höfðakaupstað. Sigurjón bjó á ýmsum bæjum í Vind-
hælishreppi þar til hann 1944 flutti í Höfðakaupstað. Auk búskap-
ar stundaði Sigurjón barnakennslu í 25 ár í Vindhælishreppi, og
var einnig vegavinnuverkstjóri um árabil. Hreppstjóri Vindhælis-
hrepps var hann og um skeið.
Sigurjón Jrótti góður kennari, enda vel gefinn og skír. Þá var
hann félagslyndur og var einn af stofnendum ungmennafélags sveit-
arinnar. Hann var myndarmaður í sjón og valmenni er ekki mátti
vamm sitt vita.
Hann var trúrækinn maður og lengi meðhjálpari í Höskulds-
staðakirkju, og mátti segja að honum væri einum lagið að hringja
hinum fögru kirkjuklukkum af snilld.
Guðbjörg Rannveig Kristmundsdóttir, Tjörn, Skagahreppi, and-
aðist 18. júní í Reykjavík. Hún var fædd 2. október 1893 í Ketu
á Skaga. Foreldrar: Kristmundur Guðmundsson í Ketu og Selá og
kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Á unga aldri var Guðbjörg
tekin í fóstur til frændfólks síns á Hrauni á Skaga, þar bjuggu þá
merkishjónin Sveinn Jónatansson og Guðbjörg Jónsdóttir.
Árið 1915 giftist hún syni þeirra hjóna, Sveini Mikael Sveinssyni,
hinum mætasta manni. Þau hjón eignuðust þessi börn: Maríu, Þor-
geir, Guðbjörgu, Guðrúnu, Stein Mikael öll búsett í Reykjavík,
Ingibjörgu í Kópavogi, Sigurlaugu á Dalvík, Pétur Mikael og Svein,
bændur á Tjörn. Þau hjónin Sveinn og Guðbjörg bjuggu í Keldu-
vík til ársins 1923, er þau fluttu að Tjörn, vegnaði þeim vel, því
þau voru dugandi hjón. 7. apríl 1932 andaðist Sveinn Mikael, og
þótti að honum mannskaði. Varð frú Guðbjörg hálffertug ekkja
með allan barnahópinn, hið síðasta ófætt, og aldurlmigna tengda-
foreldra. Hún hélt áfrain búskap, fyrst með ráðsmanni síðan með
börnum sínum til 1950, er synir hennar tóku við, en dvaldi alla
ævi á Tjörn. Guðbjörg var vel verki farin, stjórnsöm og hagsýn.
Hún var frábærlega hlý og umhyggjusöm við börnin sín og tengda-