Húnavaka - 01.05.1968, Side 137
HÚNAVAKA
135
foreldra, enda ríkti ávallt góður andi á lieiniili liennar. Þá var hún
vel sínum nágrönnum, kom það vel í ljós við jarðarför hennar, en
þar mættu burtfluttar vinkonur úr Keflavík, Sandgerði og af Sandi.
Guð blessaði bú liennar, enda var hún trúkona mikil, las hún hús-
lestra alla sína búskapartíð. Dagfar hennar bar vott um góða hugs-
un, má þar til nefna að hún tók veik og hjálparvana gamalmenni
úr Kálfshamarsvík heim að Tjörn, og voru sum þar til langdvalar.
Dvaldist m. a. kona á Tjörn í 14 ár, andaðist 93 ára, og var hún
þar meðgjafarlaust un/. tryggingarnar komu. Guðbjörg var lengi
formaður kvenlélagsins í Nesjum, og á jólamessu að Hofi afhenti
hún frá félaginu róðukross og blómavasa, sem gjöf til kirkjunnar.
Var þetta í liinzta sinn er Guðbjörg Kristmundsdóttir hlýddi rnessu
á Hofi.
Ósk Ingibjörg Þorleifsdóttir, Efri-Harrastöðum, Skagahreppi, and-
aðist á H. A. H. 14. júlí. Hún var lædd 12. júlí 1884 á Stóra-Búr-
felli í Svínavatnshreppi. \'ar hennar íoreldri Ingibjörg Daníels-
dóttir og Þorleilur Erlendsson Pálmasonar í Tungunesi. Osk var
elzt sinna systkina af seinna hjónabandi föður síns. Hún var af góð-
um húnvetnskum stofni, mátti segja að djúpvitrar gáfur væru í
hennar föðurætt, en búhugur og auðsæld í hennar móðurætt.
Ung lærði Ósk í Reykjavík karlmannafatasaum, og stundaði hús-
stjórnarnám í skóla Hólmfríðar Gísladóttur. Árið 1920, 12. júlí
giftist hún Gunnlaugi Björnssyni ættuðum af Skagaströnd, ágætum
manni er var jafnvígur til sjós og lands. Þau bjuggu fyrst á Hnjúk-
um, en 1924 íluttu þau að Efri-Harrastöðum. Þau eignuðust eina
dóttur, Jóhönnu, konu Sigmars Hróbjartssonar, kaupfélagsstjóra í
Höfðakaupstað. Áður hafði Ósk eignazt dreng, Þorleif Ingiberg,
með Ingimundi Sveinssyni, hómopata, drengur þessi andaðist um
fermingu. Ósk var mikil húsmóðir, bæði sent búkona, er vildi að
búsmalinn gæfi arð, og á hinu leytinu að allt væri í réttum skorð-
um innanhúss. Húshald og klæðagerð lét henni vel, þá var hún
dugnaðarkona til allra verka úti við.
Hún átti skírleiksgnótt góða, var minnug og fróð. Hún var vinnu-
söm og hélt hluti sínum.
Hún var svipmikil skörungskona.
Ingibjörg Friðriksdóttir, Kambakoti, Vindhælishreppi, andaðist
21. júlí á H. A. H. Hún var fædd 20. júlí 1874 á Úlfagili í Engi-
hlíðarhreppi. Foreldri hennar: Friðrik Guðvarðsson og kona hans