Húnavaka - 01.05.1968, Page 138
136
HÚNAVAKA
Una Þorkelsdóttir. Ingibjörg giftist aldrei né átti börn, en systir
hennar er Sigríður, nú í Skrapatungu. Voru þær fyrst nieð foreldr-
um sínum á Ulfagili og bjuggu þar síðan að þeim önduðum, en
síðar flutti Ingibjörg út á Strönd og bjó þar víða, hafði hún hús-
mennskuleyfi.
Hafði hún öll störf á liendi er að búskapnum laut, og liafði kind-
ur og hross. Var lienni mikið umhugað um búsmala sinn og átti
jafnan góðan lifandi pening. Hún var vinföst og gestrisin, hagmælt
og minnug. Elja hennar var einstök við að bjarga sér.
Hún er með þeiin síðustu í tölu hins sjálfstæða einsetufólks er
fyrr meir var fjöldi af í sveitum. Síðustu árin dvaldist hún á Hér-
aðshælinu á Blönduósi, þrotin af kröftum. Hún var alla ævi sjálf-
stæð efnalega og eigi upp á aðra komin.
Sveinfriður Jónsdóttir, húsfreyja, Kambakoti, Vindhælishreppi,
andaðist 23. júlí. Hún var fædd 2. apríl 1898 að Ási í Hegranesi.
Foreldrar: Anna Sveinsdóttir og Jón Stefánsson. Jón Stefánsson var
lengi bóndi á Hamri í Hegranesi, en hjá honum og konu hans, Guð-
rúnu Pétursdóttur ólst Sveinfríður upp, og naut þar hins bezta
uppeldis.
Ung fór Sveinfríður til Reykjavíkur, og 14. maí 1921 giftist hún
Erlendi Gíslasyni, ágætum manni. Þau eignuðust þessi börn: Guð-
mund, múrara, og Erlu, sem bæði eru búsett í Reykjavík, og Guð-
rúnu, búsetta á Blönduósi. Sveinfríður missti mann sinn 1923, er
hann drukknaði. Flutti hún þá norður með börn sín, til ættfólks-
ins á Hamri. En 26. ágúst 1935 giftist hún Ólafi Ólafssyni frá Háa-
gerði í Höfðahreppi, miklum dugnaðarmanni. Þau bjuggu lengst
af á Kleifum á Skaga, en fluttu að Kambakoti 1949.
Börn þeirra eru þessi: Jónmundur, bóndi í Kambakoti, Eiðný á
Gauksstöðum á Skaga, Olga, búsett í Grindavík, Ólafur, smiður og
Fjóla, sem búsett er í Reykjavík. Þá ólust upp með þeim hjónum
dótturbörn Sveinfríðar: Gísli Ófeigsson í Grindavík, og Sveinfríð-
ur Sigrún á Litla-Felli. Sveinfríður var mikil dugnaðarkona og
kjarkmikil. Hún var bókhneigð og eðlisvitur. Hún bar mjög fyrir
brjósti heimili sitt, enda var óvenju mikil heimilistryggð milli heim-
ilis hennar og barnanna, er þau voru orðin fullvaxta. Hún reynd-
ist mönnum sínum góður lífsförunautur, og var mikil móðir bama
sinna.
Rakel Þorleif Bessadóttir andaðist 30. október. Hún var fædd 27.