Húnavaka - 01.05.1968, Síða 140
Fréttir og fró&leikur
VEÐRÁTTAN 1967.
I ársbyrjun var kominn afar mik-
i 11 snjór, víðast nær jarðlaust og
vegir lokaðir eftir undangengna
ótíð í desember. En upp úr ára-
mótunum stillti til í nokkra daga
með allmiklu frosti, síðan gerði
liæga bláku og kom þá upp næg
jörð. Hélzt svo samfelldur góð-
viðriskafli fram á góu. Flesta
daga var þítt um tönn fyrir bú-
fé, enda var beit mikið notuð
þennan tíma.
I lok febrúar kólnaði á ný og
setti niður töluverðan snjó. Var
úrkomusamt og tíðarfar stirt út
marzmánuð. Að kvöldi föstudags-
ins langa, þ. 24. marz, gerði norð-
austan hríð, sem stóð uppstyttu-
lítið fram á annan páskadag, en
þá birti upp með mikilli frost-
hörku. Hafís var þá kominn
nærri fyrir Vestfjörðum og Norð-
urlandi, en rak þó ekki inn á
firði né teppti siglingar. Eftir
þennan harðviðriskafla var jarð-
lítið orðið og samgöngur erfiðar.
Þann 6. apríl brá til hláku og
var mikil leysing og vatnavextir
næstu viku. Síðan kólnaði aftur
og var umhleypingasöm veðrátta
fram um næstu mánaðamót. Þá
skiptist á snjókoma, stundum
með töluverðu frosti, og þíðviðri
annað slagið.
Maímánuður var þurr en afar
kaldur. Voru stöðug næturfrost
og algjört gróðurleysi þar til
allra síðustu daga mánaðarins. —
Hey gáfust nær alveg upp og bar
nokkuð á því, að bændur kæm-
ust í heyþrot. Ær báru í húsi eða
við hús, og var gefið svo lengi
sem liægt var, víðast til loka sauð-
burðar og sums staðar lengur.
Sauðgróður kom ekki fyrr en í
júní og fé ekki tekið af túnum
fyrr en um miðjan mánuðinn.
Veðrátta var þó enn köld og
drógust vorverk á langinn. Var
dreifingu tilbúins áburðar ekki
lokið fyrr en seint í júní. Klaki
fór afar seint úr jörðu og kal-
skemmdir víða stórkostlegar, sér-
staklega á Skaga, í Svartárdal og
sums staðar í Svínavatnshreppi.
Óvenju mikil næturfrost voru
í júlí, svo spretta var lítil og hófst