Húnavaka - 01.05.1968, Page 142
140
HÚNAVAKA
Lceknisbústaðurinn i Höfðakaupstað.
barnaskólans eða þar til í maí s.l.,
er flutt var í hin glæsilegu húsa-
kynni nýja læknisbústaðarins. Að
fullu hefur verið gengið frá neðri
liæð hússins, en efri hæð, íbúðar-
hæð, er enn þá ófrágengin. Með
tilkomu þessa húsnæðis liefur
skapazt ágæt aðstaða til rninni
háttar læknisþjónustu. Áformað
er, að fá héraðshjúkrunarkonu
til starfa í Höfðakaupstað, og
hefur starfið verið auglýst laust,
en ekki hefur enn þá nein um-
sókn borizt. Frá 1. des. s.l. hefur
frú Hulda Árnadóttir, ljósmóð-
ir, starfað tvo tíma á degi hverj-
um í læknisbústaðnum. Veitir
hún sjúklingum aðstoð og hjálp
í samráði við héraðslækninn. —
Með tilkomu annars læknis á
Blönduósi eru fyrirhugaðar fleiri
ferðir í viku hverri til Höfða-
kaupstaðar og bæta með því
þjónustu við héraðsbúa. Virðist
allt standa til bóta og virðast hér-
aðsbúar kunna að meta þá þjón-
ustu, sem þeim er látin í té, því
að dýrt er fyrir hvern og einn, og
oft erfiðleikum háð, að leita
læknis inn til Blönduóss. Allt út-
lit er fyrir, að ekki fáist læknir
til setu í Höfðahéraði, en því
liéraði mun þess vegna verða
þjónað frá Blönduósi. Er þar öll
aðstaða til samvinnu tveggja eða
fleiri lækna eða aðstaða til mynd-
unar læknastöðvar fyrir alla Aust-
ur-Húnavatnssýslu. Þessu hefur