Húnavaka - 01.05.1968, Qupperneq 144
142
HÚNAVAKA
nyrðri 4 og munu því alls 9 hjón
geta Iiaft þar aðsetur. Almur
þessar eru tengdar aðalhúsinu og
er þá liaft í liuga að fá má þaðan
aðstoð ef með þarf. Alls mun því
gert ráð fyrir að 50 manns geti
búið í þessu nýja heimili. Fyrir-
hugað er, að gamla elliheimilið
leggist niður sem slíkt, þegar
bygging þessi kemst upp, en mun
verða notað fyrir langlegu sjúk-
linga. Þá má sjá á skipulagsupp-
drættinum hús fyrir starfsfólk,
en fyrirhugað er að starfsfólkið
flytji úr héraðshælinu, í og með
vegna vaxandi liúsnæðisþarfa fyr-
ir aukna heilbrio;ðisstarfsemi. Þá
er gert ráð fyrir byggingu þriggja
læknisbústaða, því að búast má
við, að miðstöð allrar heilbrigð-
isþjónustu Austur- og Vestur-
Húnavatnssýslu verði hér stað-
sett.
A síðasta sýslunefndarfundi
var auk áðurgreindrar samþykkt-
ar lagt svo fyrir við stjórn hér-
aðshælisins, að hún hæfi þegar
undirbúning að byggingu lækn-
isbústaðar við héraðshælið og að
liefja framkvæmdir, ef samþykki
viðkomandi yfirvalda fengist. —
Samþykki heilbrigðisyfirvalda
fékkst greiðlega, og er nú kom-
in fyrsta fjárveiting til bústaðar-
ins að upphæð kr. 400 þúsund.
Er nú verið að teikna húsið, og
er fyrirhugað, að framkvæmdir
hefjist á vori komanda. Með
komu þessa læknisbústaðar skap-
ast grundvöllur til setu tveggja
fastra lækna í héraðinu, en mikl-
um vandkvæðum hefur verið
bundið að fá aðstoðarlækna hing-
að, sem og annars staðar á land-
inu. Til marks um það, skal get-
ið, að á s.l. ári starfaði héraðs-
læknirinn, Sigursteinn Guð-
mundsson, einn síns liðs í 9
mánuði.
Fjárhagur héraðshælisins hef-
ur verið nokkuð góður, þó að
lagt hafi verið í ýmsar fram-
kvæmdir á árinu. Keypt hafa
verið ný sjúkrarúm að upphæð
um 150 þúsund krónur. Skurð-
stofan og sótthreinsunarherbergi,
sem staðsett var á 3. hæð húss-
ins, voru færð á aðra hæð, þar
sem áður var dagstofa, en hún
var lítið notuð- Við breytingu
þessa fékkst ný sjúkrastofa, sem
rúmar 5 sjúklinga. Sjúkrarými
er því nú fyrir 35 sjúklinga. Þá
fékkst rými fyrir nýtt bað og sal-
erni til mikils hagræðis fyrir
bæði sjúklinga og starfsfólk.
A árinu hafa héraðshælinu
borizt margar góðar gjafir. Má á
því sjá, að bæði einstaklingar og
félagasamtök hugsa hlýtt til þess-
arar stofnunar. Má geta þess hér,
að kvenfélag Bólstaðarhlíðarhr.
gaf í tilefni af 40 ára afmæli fé-
lagsins kr. 75 búsund til bygg-
ingar nýs elliheimilis. Kvenfé-
lagasamband sýslunnar færði