Húnavaka - 01.05.1968, Page 148
146
HÚNAVAKA
Fulltrúar
á 50. Héraðsþingi
U. S.A.H.
1967.
FRÉTTIR FRÁ UNGMENNASAM-
BANDI AUSTUR-HÚNAVATNSSÝSLU.
50. héraðsþing Ungmennasani-
bandsins var haldið sunnudaginn
29. apríl að Hótel Blönduósi.
Mættir voru 31 fulltrúi frá átta
sambandsdeildum, auk stjórnar
sambandsins.
í tilefni þess að þetta var fimm-
tugasta þing samtakanna var öll-
unr fyrrverandi formönnum
Ungmennasambandsins boðið að
sitja þetta þing og taka þátt í
störfum þess.
Þessir af fyrrverandi formönn-
um mættu: Snorri Arnfinnsson,
fyrrv. gestgjafi, Blönduósi, Bjarni
Ó. Frímannsson, bóndi, F.fri-
Mýrum, og Guðnrundur jónas-
son, bóndi, Asi, sem færði Ung-
mennasambandinu fagran blóm-
vönd, ásamt kristalsvasa að gjöf
í tilefni þessara merku tímamóta.
Kveðjur bárust frá |óni Pálma-
syni, fyrrv. bónda og alþm. á
Akri, en Jón var lyrsti formaður
IJngmennasandiandsins, og
Bjarna Jónassyni, Blöndudals-
hólum.
Á þessu þingi mættu einnig
sem gestir: Eysteinn Þorvaldsson,
ritstjóri Skinfaxa, og kom hann
á vegum U. M. F. í., Gísli Hall-
dórsson, forseti I. S. I., Gunn-
laugur J. Briem og Sveinn Björns-
son frá íþróttasambandinu. Ey-
steinn og Gísli Halldórsson
fluttu á þinginu erindi um gang
félagsmála, livor fyrir sín samtök,
02' óskuðu Ungmennasambandi
Austur-Húnavatnssýslu til ham-
ingju með þessi merku tímamót