Húnavaka - 01.05.1968, Page 149
HÚNAVAKA
147
Núveratuii sljórn
U.S.A.U.
Talið jni vinstri:
Stefán A. Jnnsson,
Ari H. Einarsson,
Valur Snorrason,
Pétur Sigurðsson,
Kristófer Kristjánsson.
í sögu þess, og alls góðs í fram-
tíðinni. Þingfulltrúar þökkuðu
komu og fróðleg erindi þessara
ágætu gesta.
Starfsemi Ungmennasambands-
ins var allmikil á síðastliðnu ári.
Húnavakan var lialdin dagana 4.
til 9. apríl. Veðrátta var mjög
slæm fyrstu þrjá daga vökunnar,
og slæm færð um héraðið, sem
orsakaði eðlilega minni aðsókn
en annars hefði væntanlega orð-
ið. Aðsókn seinni hluta vökunn-
ar var sæmileg.
A íþróttasviðinu bar mest á
knattspyrnunni, en U. S. A. H.
tók þátt í undankeppni í knatt-
spyrnu fyrir landsmótið á F.ið-
um sumarið 1968.
Landinu var skipt í þrjá riðla,
og vann lið U. S. A. H. sinn riðil,
en í lionum voru þessi lið auk
Austur-Húnvetninga: Snæfell-
ingar, Strandamenn og Vestur-
Húnvetningar. Keppni í milli-
riðli fór svo fram að Reykjaskóla
í Hrútafirði og mættu þar til
leiks tvö efstu lið í hvorum riðli,
og léku hvort einn leik. Sigur-
vegari öðlaðist rétt til farar á
landsmót, en sá er tapaði féll út.
Lið Austur-Húnvetninga lék við
Borgfirðinga, en tapaði. Eftir út-
reikningi stiga frá síðasta Lands-
móti, ætti U. S. A. H. að hafa
hlotið 5 stig fyrir þessa keppni.
Héraðsmótið var haldið dagana
14.—16. júlí á Hvammseyrum.
Þátttaka var fremur lítil. Ung-
mennafélagið Fram á Skaga-
strönd vann mótið, og hlaut far-
andbikar gefinn af Ungmenna-