Húnavaka - 01.05.1968, Page 150
148
HÚNAVAKA
sambandinu. íþróttamót var
haldið 17. júní og unglingamót
var einnig haldið, og sá U. M. F.
Hvöt um framkvæmd þess. Sam-
eiginleg þriggja sambanda
keppni í frjálsum íþróttum milli
húnvetnsku sambandanna og
Ungmennasambands Skagafjarð-
ar fór fram í fyrsta skipti síðast-
liðið sumar á íþróttavellinum hjá
Hvammi.
U. S. A. H. sá um allan undir-
búning og framkvæmd mótsins.
Skagfirðingar unnu þetta mót
með nokkrum yfirburðum, en
U. S. A. H. varð annað í röðinni,
og vann sambandið því sýslu-
keppnina við U. S. V. H. sem fór
fram samtímis. Mót Jretta Jrótti
takast mjög vel, og voru gestir
Tveir fyrrverandi formcnn U. S. A. H.:
Guðmundur Jónasson, bóndi, Asi, og
Snorri Arnfinnsson, fyrrverandi gesí-
gjafi, Blönduósi.
okkar ánægðir með allan undir-
búning.
Ungmennasambandið fékkst
nokkuð við skemmtanahald á sl.
ári cins og að undanförnu. Oft
hefur fengizt af Jressu drjúgur
peningur, en í ár fór Jretta á aðra
leið, tekjuafgangur varð enginn
af Jressari fjáröflunarviðleitni.
Árið 1967 var mjög erfitt fjár-
hagslega lyrir Ungmennasam-
bandið, fór saman aukinn til-
kostnaður við félagsstarfið og
stórum lægri tekjur.
K. K.
FRÁ KVENFÉLAGI TORFALÆKJAR-
HREPPS.
A síðastliðnu ári átti Kvenfélag-
ið Vonin í Torfalækjarhreppi
40 ára afmæli. Félagið var stofn-
að að Torfalæk 19. marz 1927.
Aðalhvatamaður að stofnun
þessa félags var frú Ingibjörg
Björnsdóttir á Torfalæk. Stofn-
endur voru átta. Fyrstu stjórn fé-
lagsins skipuðu Jressar konur:
Frú Ingibjörg Björnsdóttir,
Torfalæk, form., frú Guðrún
Teitsdóttir, Kringlu, gjaldkeri,
og frú Guðrún Jónsdóttir,
Köldukinn, ritari. Enn eru þrjár
konur af stofnendunum félagar.
Félagið hefur alltaf á þessu
árabili verið starfandi, og stutt
að framgangi margs konar mann-
úðarmála bæði innan sveitar og