Húnavaka - 01.05.1968, Page 151
HÚNAVAKA
149
utan. Fjárhagur liefur að vísu
oltast verið þröngur, en sam-
heldni félagskvenna því betri, og
árangurinn af starli hefur því
orðið oft á tíðum meiri en hægt
hefði verið að vonast eftir.
A félagsfundi, er haldinn var
á 40 ára afmælinu 19. marz 19(17,
var samþykkt að lelagið skyldi
gela kr. 15000,00 — fimmtán
þúsund krónur — til hljóðfæra-
kaupa í liinn væntanlega skóla á
Reykjum á Reykjabraut, og aðr-
ar fimmtán þúsund krónur til
Méraðshælisins á Blönduósi, og
var þeirri upphæð varið til sæng-
urfatakaupa í sjúkrarúm hælis-
ins.
Núverandi stjórn félagsins
skipa: Frú Aðalbjörg Þorgríms-
dóttir, Holti, formaður, frú
Helga liúadóttir, Beinakeldu,
gjaldkeri, og frú Guðrún Jóns-
dóttir, Köldukinn, ritari.
FRÁ SÝSLUFUNDI AUSTUR-HÚNA-
VATNSSÝSLU.
Sýslufundur var haldinn dagana
10. til 13. maí og 6. og 7. júní —
Samkvæmt áætlun sýslusjóðs fyr-
ir árið 19(17 eru áætlaðar tekjur
2 milljónir og 273 þúsund krón-
ur, þar af er niðurjafnað sýslu-
sjóðsgjald tæpar 2 milljónir. —
Helztu útgjaldaliðir sýslusjóðs
cru: Til menntamála 947 þús.
kr., þar af 500 þús. til Húsmæðra-
skólans á Blönduósi, en við hann
standa yfir byggingarfram-
kvæmdir. Til heilbrigðismála
421 þús. kr., til félags- og íþrótta-
mála 321 þús. kr. og til atvinnu-
mála 155 þús. kr.
Samkvæmt áætlun sýsluvega-
sjóðs verða tekjur hans 795 þús.
kr„ þar af eru veittar til nýbygg-
inga sýsluvega 470 þús. kr. og til
viðhalds 300 þús. kr.
Sýslunefndin samþykkti að A,-
Húnavatnssýsla gerðist aðili að
Fjórðungssambandi Norður-
lands. F.nnfremur \ildi hún að
A.-Húnavatnssýsla stuðlaði að
byggingu hælis og þjálfunar-
stöðvar fyrir vangefið fólk á
Norðurlandi á Akureyri, enda
l cngi sýslan unt leið ákveðin rétt-
indi til að senda þangað sjúkl-
inga. Var samþykkt að frá og
með árinu 1968 yrðu greiddar
10 krónur fyrir hvern íbúa sýsl-
unnar, til jjjálfunarstöðvarinnar,
sem þegar er hafinn undirbún-
ingur að á Akureyri.
FRÁ SAMBANDI AUSTUR-HÚN-
VETNSKRA KVENNA.
Samband Austur-húnvetnskra
kvenna verður 40 ára á þessu ári,
stofnað 12. maí 1928. Fulltrúar,
sem mættir voru á fyrsta fundin-
um á Blönduósi voru frá heirn-
ilisiðnaðarfélagi Bólstaðarhlíðar-
hrc-pps: Ingibjörg Stefánsdóttir,