Húnavaka - 01.05.1968, Síða 153
HÚNAVAKA
151
heimavist fyrir 80 nemendur er
byg°ð nú þegar, en síðar er gert
ráð fyrir að byggja sjálfstæða
heimavist fyrir 40 nemendur á
skyldunámsaldri.
Á árunum 1965 til 1967 hefur
framkvæmdum miðað Jiannig, að
nú er unnið að múrhúðun á
heimavistarálmu skólans, auk
fjögurra kennaraíbúða, er einnig
eru vel á veg komnar. Sjálfstætt
skólahús verður reist síðar og
tengt þessum hluta byggingar-
innar. Á sl. sumri var steypt
kennslustofuálma byggingarinn-
ar, en því verki tókst ekki að
ljúka til fulls, samkvæmt þeirri
áætlun og samningi, er gerður
var um framkvæmdir á sl. sumri.
Ráðgert er að vinna að Jjess-
um áföngum skólabyggingarinn-
ar með það að markmiði að
kennsla geti hafi/.t í skólanum
haustið 1969, enda þótt þá verði
eftir jiriðji áfangi byggingarinn-
ar, sem er salálman, þ. e. sá hluti
byggingarinnar, sem rúma á
íbúðir starfsfólks, mötuneyti,
íþróttasal og sundlaug, er byggð
verður í skjóli hennar.
Fróði hf. á Blönduósi hefur
annazt byggingarframkvæmdir
að Reykjum undir yfirstjórn
Einars F.vensen, byggingameist-
ara á Blönduósi. Pípulagnir hafa
annazt pípulagningameistararnir
Bjarni Ó. Pálsson og Jón R. Þor-
steinsson, báðir frá Reykjavík.
Páll Þorfinnsson, rafvirkjameist-
ari frá Skagaströnd, hefur annazt
allar raflagnir við skólann.
Svo sem kunnugt er, er jarð-
hiti á Reykjum og var á síðast-
liðnu sumri borað eftir auknu
heitu vatni á staðnum með þeim
árangri að heitt vatn jókst úr 0.9
sek.l. í um 4.5 sek.l. af um 67°
heitu vatni. Vatnsaukinn kom á
um 105 m. dýpi en borun niður
á 2.88 m. dýpi bar ekki árangur,
hvað vatnsmagn snerti. Frá því á
sl. sumri hefur íbúðar- og heima-
vistarálma skólans verið hituð
upp með Iaugarvatninu, svo að
vinnuskilyrði eru nú í bezta lagi
í þessum hluta byggingarinnar.
Af byggingarnefnd er nú unn-
ið að Jdví að fá raflínu byggða að
skólanum á komandi sumri og er
Jjað mikið hagsmunamál, ekki
einungis fyrir skólann, heldur og
ýmsa sveitabæi í Torfalækjar-
og Svínavatnshreppum.
Sveitarfélög þau er að skólan-
um á Reykjum standa eru: Engi-
hlíðarhreppur, Bólstaðarhlíðar-
hreppur, Svínavatnshreppur,
T orlalækjarhreppur, Sveins-
staðahreppur og Áshreppur, og
er byggingarnefnd skipuð odd-
vitum hreppanna. Formaður
hennar er Grímur Gíslason,
bóndi í Saurbæ, en reiknings-
haldari er Torfi Jónsson, bóndi
á Torfalæk.
Að fullu er gengið frá