Húnavaka - 01.05.1968, Page 155
HÚNAVAKA
153
fyrstu 5 klukkutímana og síðan
300 kr. á liverja klukkustund. Sé
um biðtíma að ræða greiðist
tímakaup ökumanns þann tíma.
Baldur Þorvaldsson er ráðinn
til að sjá um bifreiðina og aka
henni.
Samkvæmt reglugerðinni var
kjörin stjórnarnefnd fyrir snjó-
bílinn og skipa hana: Sigursteinn
Guðmundsson, liéraðslæknir,
Hjálmar Eyþórsson, lögreglu-
þjónn, og Asgeir Jónsson, raf-
veitustjóri, allir á Blönduósi.
FRÁ GRÓÐURVERNDARNEFND.
Samkvæmt lögum um land-
græðslu ríkisins er starfandi gróð-
urverndarnefnd fyrir A.-Húna-
vatnssýslu, kosin af sýslunefnd.
Á sl. sumri ferðuðust nefndar-
menn nokkuð um sýsluna og af-
réttarlöndin til athugunar á
gróðurfari í byggð og á heiða-
löndum. Öll starfsemi nefndar-
innar fer fram í samráði við
Ingva Þorsteinsson, er hefur á
hendi yfirstjórn þessara mála fyr-
ir hönd ríkisins.
Álit nefndarinnar er að al-
mennt sé um ofbeit að ræða í
liéraðinu og þó sérstaklega á af-
réttarlöndum, en hvergi um
beinan nppblástur að ræða, nema
á hluta af Eyvindarstaðaheiði.
Mun nefndin leggja ákveðnar
tillögur, þessum málum viðkom-
andi, fyrir næsta aðalfund sýslu-
nefndar. Nú þegar hefur nefnd-
in séð um að útvega fé til þess
að gefin verði út gróðurkort fyr-
ir sýsluna, en rannsóknum þar að
lútandi er lokið.
Gróðurverndarnefnd Austur-
Húnavatnssýslu er skipuð eftir-
töldum mönnum: Guðmundi B.
Þorsteinssyni, oddvita, Holti,
sem er formaður, Jóni Tryggva-
syni, oddvita,Ártúnum, ogGrími
Gíslasyni, oddvita, Saurbæ.
VEIÐIFÉLAG STOFNAÐ.
Veiðijélag Grímstunguheiðar var
stofnað á sl. ári af ábúendum
jarða í Ás- og Sveinsstaðahrepp-
um.
Tilgangur félagsins er að
vernda og auka fiskistofninn,
sem er nokkur í allmörgum vötn-
um á heiðinni. Mun félag þetta
vera hið fyrsta sinnar tegundar
hér norðanlands og tók það strax
til starfa, þótt arðskrá félagsins
væri ekki staðfest, fyrr en nú ný-
verið, sökum sérstakra laga-
ákvæða um þessi mál.
Á undanförnum árum, og þó
sérstaklega sl. sumar, hefur miklu
fé verið varið til vegagerðar á
heiðunum upp af Vatnsdal og er
nú akfært suður yfir Stórasand í
Fljótsdrög við Langjökul um há-
sumarið.
Sérstök ástæða þótti til stofn-