Húnavaka - 01.05.1968, Page 156
154
HÚNAVAKA
unar veiðifélagsins í sambandi
við aukna möguleika á ferðalög-
um um Grímstunguheiði. En að
vegamálum er fyrst og fremst
unnið, til þess að auðvelda fram-
kvæmd fjallskilamála áður-
greindra hreppa.
Grímstunguheiði er að jöfn-
um hlutum eign Ás- og Sveins-
staðahreppa, og er veiði leyfð á
vatnasvæðinu með sérstöku leyfi
formanna veiðifélagsins hverju
sinni.
Stjórn Veiðifélags Grímstungu-
heiðar skipa: Eggert E. Lárusson,
bóndi, Hjarðartungu, formaður,
Baldur Magnússon, oddviti,
Hólabaki, og Grímur Gíslason,
oddviti, Saurbæ, meðstjórnend-
ur.
FRÁ KVENNASKÓLANUM Á
BLÖNDUÓSI.
Undanfarin ár hefur verið unnið
að uppbyggingu Kvennaskólans
á Blönduósi. Byggð hafa verið
íbúðarhús forstöðukonu og hús
með tveim íbúðum fyrir kenn-
ara. Nú er verið að reisa geymslu-
hús og kyndistöð fyrir allan skól-
ann. Haldið verður áfram með
endurbætur á gamla skólahús-
inu. Svo er ætlunin að reisa nýja
heimavist, tengda gamla húsinu.
Ríkissjóður kostar þessa upp-
byggingu að yA og sýslusjóður að
14 hluta.
Frú Hidda Á. Stefánsdóttir lét
af skólastjórastarfi fyrir aldurs
sakir, en við tók frk. Aðalbjörg
Ingvarsdóttir. Kennslukonurnar
lrú Ragnheiður Brynjólfsdóttir
og frú Kristín Jónsdóttir liættu
störfum við skólann á sl. ári, en
við tóku frk. Sigrún Guðmunds-
dóttir, sem kennir fatasaum og
hannyrðir og frk. Hanna G.
Ragnarsdóttir, sem kennir vefn-
að. Sl. haust hófu 36 námsmeyj-
ar nám við skólann.
Nokkur undanfarin vor hafa
námsmeyjar frá fyrri árum víðs
vegar að af landinu komið sam-
an við skólauppsögn. Hafa þessir
gömlu nemendur fært skólanum
góðar gjafir. Skólinn þakkar þess-
ar gjafir og öll hin hlýju orð, sem
fallið hafa við |)essi tækifæri í
Iians garð.
Skólaráð skipa nú: Formaður
Sigurður Þorbjörnsson, Geita-
skarði. Frá sýslunefnd: Torfi
Jónsson, oddviti, Torfalæk, og
Guðmundur Jónasson, bóndi,
Ási. Frá Kvenfélagasambandi A.-
Húnavatnssýslu: Frú Solveig Sö-
vik, Blönduósi, og frú Þórhildur
ísberg, Blönduósi.
FRÁ SÝSLUSKRIFSTOFUNNI Á
BLÖNDUÓSI.
Árið 1967 voru útborgaðar bæt-
ur Almannatrygginga í A.-Húna-