Húnavaka - 01.05.1968, Síða 159
HÚNAVAKA
157
hefir klúbburinn fært Héraðs-
hælinu jólatré á hverjum jólum,
og er venja, að stjórn klúbbsins
skreyti tréð hverju sinni.
Útsýnisskífu kom klúbburinn
upp skammt innan \ið Blöndu-
cis, eru ]:>ar merkt helztu kenni-
leiti liins víða sjónhrings. Þá hef-
ir bókasöfnum Héraðsliælisins og
barna- og unglingaskólans á
Blönduósi verið færðar bóka-
gjafir. A síðustu jólum voru
Blönduósskirkju færðir að gjöf
tveir ljósastjakar úr silfri og
hjálparsveit skáta voru gefnar
tvær talstöðvár s.l. vetur.
1 fyrra efndu aljrjóðasamtök
Lionsklúbbanna til verðlauna-
samkeppni nteðal ungs fólks um
ritgerðarefnið: ,,Leiðin til frið-
ar“. Ritgerð sú, sem Lionsklúbb-
tir Blönduóss veitti verðlaun hér
hcima, hlaut einnig verðlaun lijá
umdæmisstjórninni fyrir ísland.
Höfundur ritgerðarinnar var
Karl Helgason, stud. jur.
Höfuðverkelni klúbbsins á ár-
inu sem leið var stofnun styrkt-
arsjóðs Lionsklúbbs Blönduóss.
Starfssvið sjóðsins er Húnavatns-
sýsla og tilgangur hans sá að veita
sjúklingum, sem utan þurfa til
læknisaðgerða, styrki, þar sem
stuðningur opinberra aðila ekki
hrekkur til. Almenn fjársöfnun
sjóðsins fór fram í góðri sam-
vinnu við önnur félagasamtök,
einkum kvenfélögin. Úr sjóðn-
um voru veittar á s.l. ári krónur
84.000,00. Sjóðstjórn skipa nú:
Sigursteinn Guðmundsson, Har-
aldur Jónsson og Jónas Tryggva-
son.
í Lionsklúbbi Blönduóss eru
nú slarfandi 32 félagar og einn á
aiikafélaTfsskrá.
O
Núverandi stjórn skipa: Sig-
ursteinn Guðmundsson, formað-
ur; Sigurður Þorbjörnsson, rit-
ari, og Þorsteinn Sigurjónsson,
gjaldkeri.
FRÁ SLYSAVARNADEILDINNI
„BLÖNDU“.
Aðspurður, um fréttir frá Slysa-
varnadeildinni ,,Blöndu“ er fátt
að segja, annað en það, að hún
vinnur að sínum málurn hægt og
sígandi og er efst á baugi að
styðja sem bezt að björgunarsveit
hennar.
Reynt er að afla sveitinni bún-
aðar og hefur Slysavarnafélag ís-
lands lagt þar hönd að. Slysa-
varnadeildin á hlut í snjóbíl,
sem keyptur var hingað til
Blönduóss s.l. vetur. Þá hefur
deildin eignast talstöðvarmóður-
stöð fyrir ,,labb-rabb“ tæki sín
og fjölgað „labb-rabb“ tækjum.
Þetta er geysilegt öryggi fyrir
leitir, sérstaklega í dimmviðrum
og má teljast brýn nauðsyn. —
Fleira mætti upp telja, en verður
sleppt hér.