Húnavaka - 01.05.1968, Page 160
158
HÚNAVAKA
Slysavarnadeildina skortir orð-
ið liúsnæði fyrir búnað björgun-
arsveitarinnar og er þegar orðið
sveitinni allbasialegt.
o o
Koniið hefur til tals meðal
áhugasamra meðlima slysavarna-
deildarinnar að nú þegar á þessu
ári yrði farið út í húsnæðismál-
in af fullum krafti. Trúi ég ekki
()ðru, en Húnvetningar ljái því
máli lið, þegar barið verður á
dyr hjá þeim.
Segja má, að það sé vel, að
ekki hefur verið leitað til björg-
unarsveitar „Blöndu“ nema einu
sinni á árinu vegna slyss. Það var
á s.l. hausti, þegar flugvél með
einum manni týndist, að álitið
var yfir Norðurlandi, eða réttara
sagt ylir Norðvesturlandi. Undir
merki björgunarsveitar Slysa-
varnadeildarinnar ,Blöndu‘ gekk
ljöldi sjálfboðaliða bæði að heim-
an og frá Hvammstanga og þá
sýndu menn það ótvítætt, að ekki
skyldi gefast upp fyrr en í fulla
hnefana, þótt leitir bæru ekki
árangur. Leit þessi skipti dögum
lyrir suma aðila, en hjálpfýsin
lýsti úr aiigunt manna til síðustu
stundar. Vil ég hér nota tækifær-
ið og koma á framfæri þakklæti
til allra manna, sem að þessum
málum unnu, bæði frá Slysa-
varnadeildinni ,,Blöndu“ og eins
lrá Slysavarnafélagi íslands.
Þá má nefna eitt mál, sem
Slysavarnadeildin „Blanda" hef-
ur unnið að, ásamt vegagerð rík-
isins og var framkvæmt á s.l. vori,
1967. Komið var niður stikum
með sjálflýsandi merkjum með-
fram akveginum úr byggð frá
Eiðsstöðum að Hveravöllum —
Eiðsstaðagirðingu.
Þetta var nauðsynjamál til að
lorða mönnum frá villu á lieið-
um uppi og vísa þeim til byggða.
Sé ekið úr byggð til Hveravalla,
cru stikurnar merktar hvítu glit-
merki og eru á hægri hönd með-
fram veginum. Sé ekið öfugt, eða
frá Hveravöllum til byggða, blasir
við gult glitmerki á stikunum og
þær þá staðsettar vinstra megin
við veginn. Stikurnar eru með
ca. 100 m millibili eftir aðstæð-
um.
Sjálfboðáliðar Slysavarnadeild-
arinnar „Blöndu“ munu annast
árlegt eftirlit með nefndum
merkingum, en vonast er til, að
hið opinbera greiði beinan kostn-
að eins og benzín og olíur á bif-
reiðar og allt efni, sem til þarf.
Að síðustu vil ég svo minna
menn innan okkar sýslumarka á,
að sýna þá menningu og náunga-
kærleika, sem felst í því að styðja
vel að öllum öryggis- og slysa-
varnamálum.
H. Eyþ.