Húnavaka - 01.05.1968, Page 161
HÚNAVAKA
159
FRÁ BÚNAÐARSAMBANDINU.
Byggingíir.
Ikmaðarsambandið starfrækti
byggingavinnuflokk eins og und-
anfarin ár, undir stjórn Pálma
Sigurðssonar. Mest var byggt af
fjárhúsum með grindagólfum yf-
ir djúpum, dráttarvclagengum
áburðarkjöllurum. -— Bygginga-
flokkurinn kom upp hlöðum á
fimm bæjum, að rúmmáli 5043
rúmmetrar, og annaðist þar þak-
gerð að mestu. Veggir voru
steyptir að fjárhúsum yfir 2000
fjár og áburðarkjallarar 4466
rúnnnetrar. Fjós voru byggð yf-
ir 24 kýr. — Með Pálma unnu að
jafnaði 5 menn. Flekamótin voru
endurnýjuð að talsverðu leyti á
árinu.
Meira lá fyrir af vinnupöntun-
um heldur en þessi vinnuflokkur
gat afkastað og B.S.H. fékk því
Guðmund Lárusson, bygginga-
meistara á Skagaströnd, til að
steypa upp fjárhús fyrir 650 fjár
á tveim bæjum og 1375 rúm-
metra hlöðu á þeim þriðja.
Lítið mun liafa verið byggt af
öðrum.
VEIÐIFÉLAGIÐ BLANDA.
Sumarið 1967 veiddust í Blöndu
og Svartá 630 laxar og var það
svipuð tala og árið áður, en þessi
tvö ár hefur verið minni laxveiði
í ám hér norðanlands en meðal-
tal síðustu 10 ára. Veiðin í ljór-
Lim stærstu veiðifélögunum —
Blöndufélaginu, Vatnsdalsár-,
V'íðidalsár- og Miðfjarðarár-, var
rétt um 2500 laxar og Blöndufé-
lagið þannig með rúmlega i/4
hluta. Helztu skýringar á þessu
fyrirbæri er óvenjulegur kiddi í
sjó lyrir Norðurlandi þessi síð-
ustii ár.
Öll hafa lélögin aukið til muna
fiskirækt í ánum og vonast menn
eftir, að hin stóru niðurgöngu-
seiði (12—15 cm), sem sleppt hef-
ur verið í árnar síðustu tvö ár,
gefi góða raun, en þau eru ný-
breytni í fiskirækt. Blöndufélag-
ið keypti seiði frá Kollafjarðar-
stöðinni og stöðinni á Laxalóni
við Reykjavík fyrir um kr. 100
þús. og þeim var öllum sleppt í
Svartá.
FRÁ LÖGGÆZLUNNI.
Arið 1967 má segja mjög frið-
samt, þótt atburðaskýrslur séu
mun fleiri en á árinu áður eða
um 260 talsins.
Slysatilfelli úti á þjóðveginum
voru mun færri, en öllu fleiri í
þorpunum. — Slysastaðir voru
dreifðari á þjóðveginum og á
nýjum, ótrúlegum stöðum.
Opinberum dansleikjum hafði
fjölgað um 15, miðað við árið
1966. — Samkomustöðum hafði
fækkað um einn, voru 9 í stað