Húnavaka - 01.05.1968, Qupperneq 162
160
HÚNAVAKA
10. Löggæzla var á 94 dansleikj-
um á árinu í stað 79 árið 1966,
sem skiptist þannig: Blönduós
með 30, Húnaver 20, Ásbyrgi 14,
Víðihlíð 13 og Hvammstangi 12.
Auk þess skiptust 5 dansleikir
niður á 4 aðra staði.
Nú má geta þess hér til fróð-
lciks og gamans, að eins og menn
vita, bá hafa allir löggæzlumenn
hér annað starf sem aðalstarf, en
liafa lagt á sig, auk annarra út-
kalla við löggæzlustarfið, eftir-
farandi samkomuvaktir og nefni
ég hér í því sambandi sex þá
hæstu: Hjálmar Eyþórsson, 48
samkomuvaktir. Sveinn Þórar-
insson, 40. Sigurður Sigurðsson,
39. Njáll Þórðarson, 33. Haukur
Ástvaldsson, 31. Bóndinn Sigur-
geir Hannesson, 26.
Nýtt félagsheimili í Höfða-
kaupstað er að bætast við tölu
samkomustaða hér í sýslunni á
þessu ári. Við fjölgun samkomu-
staða í sýslunni nrunu tekjur
hvers samkomustaðar rýrna, þar
senr fólkinu fjölgar ekki sem því
svarar. Mætti nú fara að spyrna
við fótum og ætti nú að vera
komið á toppinn með tölu félags-
heimila í sýslunni, svo að ekki
þurfi að grípa til róttækra at-
hafna.
Þá má geta þess, 'að hér á
Blönduósi er nú staðsettur bif-
reiðaeftirlitsmaður, Svavar Páls-
son, og hefur hann létt að
nokkru störf löggæzlunnar, auk
þess að öryggisbúnaði bifreiða
hefur verið haldið í betra horfi.
Að síðustu vil ég minna menn
á breytinguna frá vinstri til
hægri á vori komanda og hvetja
þá til að leggja sig fram í því, að
kynna sér vel allar þær upplýs-
ingar, sem veittar verða fyrir svo-
kallaðan H-dag, 26. maí 1968.
H. Eyp.
FRÉTTIR ÚR HÖFÐAKAUPSTAÐ.
Fiskiveiðar gengu treglega á
vetrarvertíð. Stærsti báturinn,
Helga Björg, fór suður á vertíð-
inni, til fiskiveiða.
Hrognkelsaveiði var treg og
söluhorfur eigi góðar. Engin
síldveiði var, enda var veiðin öll
á djúpmiðum, fór því enginn
bátur héðan til veiða. Afli
glæddist í flóanum með vorinu
og var sæmilegur afli um sumar-
ið. Veiðar stunduðu þá hinir
minni og stærri heimabátar, er
voru með færi og línu. Snurvoð
var lítið stunduð og rækjuveið-
ar eigi.
Haustvertíð var sæmileg, þeg-
ar gaf á sjó. Aðallega var lagt
upp í frystihúsið á Hólanesi, er
tók við 850 tonnum af fiski.
Ýmsir fóru á þorsk- og síldarver-
tíð til fjarlægra héraða til starfa
á sjó og landi.
Tvö ker voru steypt í slippn-