Húnavaka - 01.05.1968, Page 164
162
HÚNAVAKA
livað verða vildi og fékk í lið
með sér Rúnar Kristjánsson,
Grund, 15 ára, til þess að bjarga
börnunum. Hrundu þeir fram
bát, er þeir áttu og reru sem
snarast til barnanna. Voru þau
þá öll í sjónum og virtust með-
vitundarlaus, er þau voru dreg-
in upp í bátinn, enda orðin blá
í framan og köld. Reru þeir með
þau í land og var farið með þau
heim til sín og hafnar lífgunar-
tilraunir á þeim. Tókst að lífga
þau öll við. Héraðslæknir, Sig-
ursteinn Guðmundsson, ásanrt
hjúkrunarkonu, kom út eftir.
Börnin voru þessi: Jósef 6 ára,
Magnús 5 ára og Sigríður 4 ára,
sem eru systkin, börn þeirra
hjóna, Sigurðar Magnússonar og
Dóróteu Hallgrímsdóttur, Hóla-
nesi og Ragnar Högnason, Sig-
urðarhúsi 8 ára.
ÁRSÞING LANDSSAMBANDS HESTA-
MANNAFÉLAGA Á BLÖNDUÓSI.
Ársþing Landssambands Hesta-
mannafélaga var haldið á
Blönduósi 28. og 29. október
1967. Var það 18. ársþing þess-
ara sambanda og það fjölmenn-
asta, sem haldið hafði verið. Sátu
það 70 fulltrúar frá 31 hesta-
mannafélagi ásamt stjórn sam-
bandsins og hrossaræktarráðu-
naut. í tímariti Landssambands
Hestamannafélaganna, „Hestur-
inn okkar“ segir svo frá, og er
það tekið orðrétt úr dagblaði,
sem frétt frá þinginu.
„Aðbúnaður manna og allur
undirbúningur þessa fjölmenna
fundar var með sérstökum ágæt-
um og mun Guðbrandur Isberg
f. v. sýslumaður og formaður
Neista á Blönduósi, iiafa átt
mestan hlut þar að.
Eins og við mátti búast voru
Húnvetningar miklir höfðingj-
ar heim að sækja. En þeim þótti
ekki nóg að taka vel á móti
mönnum á mótsstað og því buðu
húnvetnsku hestamannafélögin,
— Neisti, Oðinn og Þytur —■
öllum þingheimi í hringferð um
Vatnsdal, strax fyrri þingdaginn.
Vatnsdalur er mjög rómaður
fyrir fegurð sína, en nú var hann
að mestu í vetrarhjúp, snjófölvi
í hlíðum og þoka á fjöllum. En
þó var nóg séð til þess, að þeir,
sem ekki höfðu séð hann áður,
hétu því, að hér skyldu þeir aft-
ur koma að sumarlagi. Og engan
svíkur að sjá Vatnsdal í sumar-
skarti.
Á suðurleið var staðnæmzt að
Hofi og skoðuð hin umtöluðu
fjárhús þar, undir greinargóðri
leiðsögn Gísla bónda Pálssonar.
Þaðan var haldið að Flóðvangi,
hinu nýja og veglega veiði-
mannahúsi þeirra Vatnsdæla.
Þar var rausnarlega búið veizlu-
borð með handbragði vatns-